Umfjöllun: Taugar Stjörnunnar betri í Röstinni Henry Birgir Gunnarsson í Röstinni skrifar 23. mars 2011 20:48 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Stjarnan er komin í undanúrslit í Iceland Express-deild karla eftir dramatískan sigur, 66-69, á Grindavik í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum. Settu niður tvær þriggja stiga körfur strax í upphafi og kveiktu í húsinu. Garðbæingar náðu fljótlega áttum og unnu sig inn í leikinn. Verulega fast var tekist á og ekki ein auðveld karfa í boði. Grindvíkingar þó ávallt skrefi á undan og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 24-19. Grindavík hélt áfram að vera skrefi á undan í öðrum leikhluta en um miðjan leikhlutann hrundi sóknarleikur Grindavíkur og Stjarnan gekk á lagið. Þeir tóku völdin á vellinum og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 34-39. Renato Lindmets og Justin Shouse að spila sérstaklega vel fyrir Stjörnuna en hjá Grindavík voru þeir Páll Axel og Ólafur Ólafsson að draga vagninn en mikið munaði um að Nick Bradford gat ekkert í fyrri hálfleik. Það verður seint sagt að það hafi verið mikil gæði í leiknum en baráttan var þeim mun meiri. Í þriðja leikhluta var Stjarnan að bæta sinn leik á meðan sami vandræðagangurinn var á sóknarleik Grindavíkur. Þeir fundu varla opið skot. Stjarnan gekk á lagið og náði tólf stiga forskoti, 44-56, þegar fimm mínútur voru búnar af leikhlutanum. Þá var Helga Jónasi, þjálfara Grindavíkur, nóg boðið og hann tók leikhlé. Leikhléið hjá Helga virkaði heldur betur því allt annað var að sjá til Grindavíkurliðsins í kjölfarið. Það kom miklu meiri grimmd í leik liðsins og þeir fóru að finna menn í opnum skotum. Auk þess fór Pettinella loksins að komast í boltann undir körfunni. Lokamínúturnar voru eign Grindavíkur og þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan með einu stigi, 55-56. Háspenna/lífshætta. Stemningin í kofanum í lokaleikhlutanum var rosaleg enda spennan yfirþyrmandi. Þakið ætlaði síðan af húsinu er Björn Steinar Brynjólfsson jafnaði leikinn, 58-58. Þegar Grindavík komst síðan yfir, 62-60, taldi Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, réttast að taka leikhlé. Fimm mínútur eftir. Spennan á lokamínútunum var hreint rosaleg. Hver sóknin á fætur annarri klúðraðist hjá liðunum sem virtust ráða illa við spennustigið. Kjartan Atli setti niður rosalegan þrist þegar mínúta var eftir. 64-67. Ískaldur. Ólafur Ólafsson svaraði því með því að keyra að körfunni, setja niður skotið og fá vítaskot sem hann kláraði reyndar ekki. 66-67. Shouse klikkaði síðan á skoti og í kjölfarið dæmd villa á Fannar Helgason. Grindavík með boltann og 30 sekúndur eftir. Ólafur klúðraði báðum vítunum. Ólafur braut síðan á Shouse er 14 sekúndur voru eftir. Shouse fór á línuna og kláraði bæði skotin. 66-69. Soskic fór í þristinn og klikkaði. Grindavík náði frákastinu og fékk svo dæmd tvö víti en það dugði eðlilega ekki að klára þau bæði til þess að vinna leikinn. Þorleifur klúðraði fyrra skotinu og varð að klúðra því seinna líka. Grindavík náði ekki frákastinu og Stjarnan fagnaði því afar sætum sigri, 66-69. Grindavík - Stjarnan 66-69 (34-39)Grindavík: Mladen Soskic 16/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Nick Bradford 2.Stjarnan: Justin Shouse 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Renato Lindmets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 11/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira