Bradford spilar fyrir nýfæddan son sinn í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 17:45 Bradford er klár í slaginn. Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. "Ég er tilbúinn í slaginn og það eru svona slagir sem mér finnast langskemmtilegastir," sagði Bradford við Vísi í dag en það var létt hljóðið í honum. Undirbúningur hefur staðið yfir í allan dag hjá honum og hann sagðist sækja í ræturnar fyrir leikinn eða "Old School" eins og hann kallar það á frummálinu. "Ég fór á skotæfingu í morgun og svo er ég að hlusta mikið á tónlist. Það dugar ekkert minna en gamla efnið á svona degi og 2Pac hefur verið mikið spilaður. Það mun skila sínu í kvöld," sagði Bradford léttur. Hann segir að Grindavíkurliðið mætti beitt til leiks í kvöld. "Við þurfum að spila eins og lið. Megum ekki gefa auðveld skot og vera skynsamir í sókninni. Verðum líka að vera hreyfanlegri. Við höfum gert smá breytingar á vörninni okkar fyrir leikinn," sagði Bradford en mikið er látið með að Grindavík hafi ekki leikstjórnanda. "Við ætlum að mæta því þannig að það verður ekki vandamál. Við erum með lausnir og ég held að þetta verði ekki vandamál." Bradford varð faðir eftir að hann kom til Íslands er unnusta hans fæddi dreng sem á enn eftir að hitta föður sinn. Bradford segir að vissulega sé erfitt að vera fjarverandi á slíkri stund en hann segist eiga óklárað verkefni á Íslandi áður en hann hittir soninn. "Drengurinn fæddist 14. mars og kom óvænt enda fæddist hann fimm vikum fyrir tímann. Ég er að spila fyrir soninn og hann verður í huga mér í leiknum. Hann veitir mér örugglega styrk til þess að hjálpa Grindavíkurliðinu að komast lengra. "Ég held að þetta lið geti farið mun lengra en við ætlum samt að taka eitt skref í einu." Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Nick Bradford, leikmaður Grindavíkur, mun spila sinn sjöunda oddaleik á Íslandi á aðeins fimm tímabilum í kvöld er Grindavík tekur á móti Stjörnunni. Nick er gríðarlegur keppnismaður sem beitir öllum brögðum til þess að vinna og hann segist þrífast á svona leikjum. "Ég er tilbúinn í slaginn og það eru svona slagir sem mér finnast langskemmtilegastir," sagði Bradford við Vísi í dag en það var létt hljóðið í honum. Undirbúningur hefur staðið yfir í allan dag hjá honum og hann sagðist sækja í ræturnar fyrir leikinn eða "Old School" eins og hann kallar það á frummálinu. "Ég fór á skotæfingu í morgun og svo er ég að hlusta mikið á tónlist. Það dugar ekkert minna en gamla efnið á svona degi og 2Pac hefur verið mikið spilaður. Það mun skila sínu í kvöld," sagði Bradford léttur. Hann segir að Grindavíkurliðið mætti beitt til leiks í kvöld. "Við þurfum að spila eins og lið. Megum ekki gefa auðveld skot og vera skynsamir í sókninni. Verðum líka að vera hreyfanlegri. Við höfum gert smá breytingar á vörninni okkar fyrir leikinn," sagði Bradford en mikið er látið með að Grindavík hafi ekki leikstjórnanda. "Við ætlum að mæta því þannig að það verður ekki vandamál. Við erum með lausnir og ég held að þetta verði ekki vandamál." Bradford varð faðir eftir að hann kom til Íslands er unnusta hans fæddi dreng sem á enn eftir að hitta föður sinn. Bradford segir að vissulega sé erfitt að vera fjarverandi á slíkri stund en hann segist eiga óklárað verkefni á Íslandi áður en hann hittir soninn. "Drengurinn fæddist 14. mars og kom óvænt enda fæddist hann fimm vikum fyrir tímann. Ég er að spila fyrir soninn og hann verður í huga mér í leiknum. Hann veitir mér örugglega styrk til þess að hjálpa Grindavíkurliðinu að komast lengra. "Ég held að þetta lið geti farið mun lengra en við ætlum samt að taka eitt skref í einu."
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira