Körfubolti

Justin hefur aldrei unnið oddaleik á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse.
Justin Shouse. Mynd/Valli
Stjörnumaðurinn Justin Shouse verður í mikilvægu hlutverki hjá Stjörnunni í kvöld þegar liðið fer í heimsókn í Röstina í Grindavík í oddaleik um sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Justin Shouse og félagar í Stjörnunni hafa tapað í oddaleik í átta liða úrslitum undanfarin tvö ár og Justin Shouse hefur ennfremur aldrei unnið oddaleik í úrslitakeppni á Íslandi.

Justin tapaði líka oddaleik með Snæfelli í undanúrslitunum 2007 en Snæfell komst þá í 2-1 í einvíginu en tapaði síðan tveimur síðustu leikjum sínum þar af oddaleiknum eftir framlengingu og mikla dramatík.

Justin er langt frá því að vera eini Stjörnumaðurinn sem hefur tapað í oddaleik síðustu tvö ár en þeir Kjartan Atli Kjartansson, Jovan Zdravevski og Fannar Freyr Helgason spiluðu líka með í þessum leikjum.

Oddaleikir Justin Shouse í úrslitakeppni á Íslandi2006-2007 með Snæfelli

Undanúrslit: KR 76-74 (68-68) Snæfell

(22 stig, 3 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolnir)

2008-2009 með Stjörnunni

8 liða úrslit: Snæfell 73-71 Stjarnan

(16 stig, 3 fráköst, 8 stoðsendingar og 1 stolnir)

2009-2010 með Stjörnunni

8 liða úrslit: Stjarnan 72-88 Njarðvík

(20 stig, 4 fráköst, 10 stoðsendingar og 2 stolnir)

2010-2011 með Stjörnunni

8 liða úrslit: Grindavík ??-?? Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×