Umfjöllun: Haukar tryggðu sér oddaleik eftir sigur á döpru liði Snæfells Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2011 20:58 Mynd/Valli Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira
Haukar unnu virkilega sannfærandi sigur gegn Snæfell, 77-67, í öðrum leik 8-liða úrslitanna í Iceland Express-deild karla og jöfnuðu því einvígið 1-1. Haukar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu og náðu að halda hraðanum niðri sem var lykillinn af sigrinum í kvöld. Íslandsmeistararnir léku án efa sinn allra versta leik á þessu tímabili og það verður hægara sagt en gert að koma liðinu aftur á beinu brautina. Íslandsmeistararnir í Snæfell áttu í stökustu vandræðum með lið Hauka í fyrsta leik einvígisins en náðu samt sem áður að innbyrða sigur. Í kvöld voru Haukar á heimavelli og allt eins líklegir til þessa að koma einvíginu í oddaleik og setja gríðarlega pressu á Snæfellinga. Sean Burton meiddist á ökkla í fyrsta leiknum og því var óvíst hvort þessi snjalli leikstjórnandi myndi spila með liðinu í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn virkilega sannfærandi og komust strax í 8-0. Snæfellingar voru engan veginn mættir til leiks og virkilega stirðir. Sean Burton, leikstjórnandi Snæfells, var í byrjunarliði gestanna og virkaði nokkuð ferskur. Þegar fyrsti leikhlutinn var hálfnaður hafði Snæfell komist yfir og allt annar bragur á þeirra leik. Jafnræði var með liðunum út fjórðunginn en staðan var 21-19 fyrir Snæfellinga eftir fyrsta leikhlutann. Heimamenn byrjuðu annan fjórðunginn vel og skoruðu fyrstu sex stig leikhlutans og náðu að komast aftur yfir 25-21. Snæfellingar voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að hrista af sér slenið. Þegar annar leikhluti var hálfnaður var staðan 32-26 fyrir heimamenn sem voru að leika sérstaklega vel. Þá gerðu Snæfellingar áhlaup að heimamönnum og skoruðu næstu átta stig leiksins og náðu að komast yfir 34-32. Heimamenn voru með eins stigs forskot í hálfleik 38-37 og Íslandsmeistararnir þurftu heldur betur að gyrða sig í brók í leikhléi en þeir léku virkilega illa fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Haukar hófu þriðja leikhlutann vel og Semaj Inge og Gerald Robinsson, leikmenn liðsins, byrjuðu á fullorðinstroðslum sem kveikti neistann í liðinu. Baráttuglaðir liðsmenn Hauka hentu sér á eftir öllum boltum og uppskáru heldur betur það sem þeir sáðu. Heimamenn náðu 11 stiga forskoti á tímabili í þriðja leikhlutanum en Snæfellingar voru heppnir að vera ekki meira undir. Síðustu tvær mínútur þriðja leikhlutans voru aftur á móti eign Snæfellinga en á þeim kafla náðu gestirnir að minnka muninn í fimm stig og því var staðan 58-53 fyrir lokaleikhlutann. Haukar voru greinilega ákveðnir í því að missa ekki niður það forskot sem þeir höfðu náð í þriðja leikhlutanum og mættu gríðarlega sterkir inn í lokaleikhlutann. Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn á liðinum orðin 12 stig og útlitið svart fyrir Snæfell. Haukar voru virkilega skynsamir á lokakaflanum og gáfu aldrei færi á sér. Snæfellingar urðu smá saman andlausir og gáfust í raun upp þegar lítið var eftir. Leiknum lauk með tíu stiga sigri Hauka, 77-67, og það má fastlega búast við hörku oddaleik í Stykkishólmi. Íslandsmeistararnir geta gleymt því að verja titilinn ef þeir halda áfram svona spilamennsku og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, þarf að nota öll brögðin í bókinni til að koma sínu liði aftur á lappir. Haukar geta hæglega sent Snæfellinga í sumarfrí í næsta leik en þeir eru með baráttuglatt og skemmtilegt lið. Haukar - Snæfell 77-67 (38-37)Haukar: Gerald Robinson 27/13 fráköst, Semaj Inge 16/8 fráköst/10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16, Örn Sigurðarson 12/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/6 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Ryan Amaroso 13/15 fráköst, Sean Burton 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9/4 fráköst, Zeljko Bojovic 5, Emil Þór Jóhannsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira