Raunvextir í fjötrum Már Wolfgang Mixa skrifar 22. mars 2011 06:00 Stýrivextir hafa lækkað ört síðustu mánuði og eru þeir nú í sögulegu lágmarki. Þessar fréttir skipta þó meginhluta þjóðarinnar litlu máli, sem skuldar aðallega verðtryggð húsnæðislán. Fastir raunvextir slíkra lána hafa staðið í stað og breytilegir vextir hafa ekki fylgt vaxtaþróun íbúðabréfa undanfarna mánuði. Til dæmis hefur almennt vaxtaálag breytilegra lífeyrissjóðalána LSR verið í kringum 0,5% hærra en meðalávöxtunarkrafa íbúðabréfa. Í dag er sú krafa um 3% og því ættu breytilegir raunvextir LSR að vera í kringum 3,5%. Þeir eru hins vegar 4% í dag og samkvæmt heimasíðu sjóðsins fara þeir ekki neðar. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir munar þetta um 100 þúsund krónur í árlegan vaxtakostnað. Hví lækka raunvextir húsnæðislána ekki í takti við markaðsaðstæður? Samkvæmt lögum um ávöxtun lífeyrissjóða skal árleg raunávöxtun þeirra ekki vera minni en 3,5%. Þetta var e.t.v. raunhæft sjónarmið á sínum tíma þegar íslensk skuldabréf báru miklu hærri ávöxtunarkröfu. Í dag eru þessi lög hins vegar úr takti við raunveruleikann, bæði nú og til lengri tíma. Þar sem lífeyrissjóðir eru skyldugir til að ávaxta fjármuni sína samkvæmt þessum lögum þá er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þeir láni sjóðsfélögum sínum í takti við markaðsaðstæður. Þess í stað neyðast þeir til að halda raunvaxtastigi uppi. Lækkun raunvaxta er því í fjötrum lagaákvæða. Því hlýtur það að vera hlutverk löggjafans að breyta þessum lögum hið fyrsta svo að þau séu í takti við aðstæður, t.d. að samræma þau við ávöxtunarkröfur sem ríkja á hverjum tíma, og losi lækkun raunvaxta úr fjötrum. Líklegt er að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækki enn frekar með auknum sveigjanleika í lögum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða. Það myndi draga úr vaxtakostnaði íslenskra heimila sem og fyrirtækja og gera mörg fjárfestingartækifæri að raunhæfari kostum. Afnám hafta á lækkun raunvaxta væri því eins og vítamínsprauta í uppbyggingu íslensks samfélags og atvinnulífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stýrivextir hafa lækkað ört síðustu mánuði og eru þeir nú í sögulegu lágmarki. Þessar fréttir skipta þó meginhluta þjóðarinnar litlu máli, sem skuldar aðallega verðtryggð húsnæðislán. Fastir raunvextir slíkra lána hafa staðið í stað og breytilegir vextir hafa ekki fylgt vaxtaþróun íbúðabréfa undanfarna mánuði. Til dæmis hefur almennt vaxtaálag breytilegra lífeyrissjóðalána LSR verið í kringum 0,5% hærra en meðalávöxtunarkrafa íbúðabréfa. Í dag er sú krafa um 3% og því ættu breytilegir raunvextir LSR að vera í kringum 3,5%. Þeir eru hins vegar 4% í dag og samkvæmt heimasíðu sjóðsins fara þeir ekki neðar. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir munar þetta um 100 þúsund krónur í árlegan vaxtakostnað. Hví lækka raunvextir húsnæðislána ekki í takti við markaðsaðstæður? Samkvæmt lögum um ávöxtun lífeyrissjóða skal árleg raunávöxtun þeirra ekki vera minni en 3,5%. Þetta var e.t.v. raunhæft sjónarmið á sínum tíma þegar íslensk skuldabréf báru miklu hærri ávöxtunarkröfu. Í dag eru þessi lög hins vegar úr takti við raunveruleikann, bæði nú og til lengri tíma. Þar sem lífeyrissjóðir eru skyldugir til að ávaxta fjármuni sína samkvæmt þessum lögum þá er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þeir láni sjóðsfélögum sínum í takti við markaðsaðstæður. Þess í stað neyðast þeir til að halda raunvaxtastigi uppi. Lækkun raunvaxta er því í fjötrum lagaákvæða. Því hlýtur það að vera hlutverk löggjafans að breyta þessum lögum hið fyrsta svo að þau séu í takti við aðstæður, t.d. að samræma þau við ávöxtunarkröfur sem ríkja á hverjum tíma, og losi lækkun raunvaxta úr fjötrum. Líklegt er að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækki enn frekar með auknum sveigjanleika í lögum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða. Það myndi draga úr vaxtakostnaði íslenskra heimila sem og fyrirtækja og gera mörg fjárfestingartækifæri að raunhæfari kostum. Afnám hafta á lækkun raunvaxta væri því eins og vítamínsprauta í uppbyggingu íslensks samfélags og atvinnulífs.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar