Körfubolti

Páll Axel: Vorum allt of linir

Jón Júlíus Karlsson í Ásgarði skrifar
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli
Páll Axel Vilbergsson var daufur á dálkinn eftir tap Grindvíkinga gegn Stjörnunni í öðrum leiknum í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, 91-74.

Páll Axel lék sjálfur vel í leiknum og skoraði 27 stig en það var langt frá því að vera nóg fyrir slaka Grindvíkinga.

„Við spiluðum ekki vel í dag og það vantaði alla baráttu í okkur. Við spilum okkur svo út úr leiknum með algjörum pulsuhætti í þriðja leikhluta. Við vorum alltof linir og Stjarnan gekk á lagið,“ sagði Páll Axel en liðin mætast í oddaleik á miðvikudagskvöld.

„Við vorum ekki að gera það sem fyrir var lagt. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá er þér refsað eins og gerðist í kvöld. Nú þurfum við að spýta í lófanna og leika betur en í kvöld ef við ætlum okkur að komast áfram. Ef við náum upp baráttunni þá verður auðvelt að laga varnar- og sóknarleikinn. Þetta er spurning um vilja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×