Körfubolti

Brynjar: Þú býrð ekki til liðsheild á tveimur vikum

Stefán Árni Pálsson í Njarðvík skrifar
Brynjar Þór Björnsson.
Brynjar Þór Björnsson.
„Þetta er virkilega góða tilfinning,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. KR vann öruggan sigur gegn Njarðvík, 80-96, og sópaði þeim þar með í sumarfrí með 2-0 sigri í einvíginu.

„Við vissum alveg að Njarðvík væri með gott lið en það er erfitt að búa til liðsheild á tveimur vikum og það varð þeim að falli í þessu einvígi.“

„Við höfum spilað saman í allan vetur og það er búið að reyna mikið á okkar hóp. Það var virkilega sterkt að vinna þetta einvígi sérstaklega eftir að hafa spilað heldur illa í síðustu leikjum mótsins,“ sagði Brynjar.

„Körfubolti er leikur áhlaupa, þeir komu með sitt áhlaup á okkur en við misstum samt sem áður aldrei tök á leiknum og því var sigurinn aldrei í hættu. Núna fáum við ágætis hvíld og Fannar (Ólafsson) getur hvílt á sér puttann aðeins, en það er samt hundleiðinlegt að fá ekki að spila strax,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sáttur í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×