Pálmar: Sá það á Dorrit að hún hélt með FH Jón Júlíus Karlsson í Kaplakrika skrifar 31. mars 2011 22:41 Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff, heilsa leikmönnum FH fyrir leikinn. Mynd/Vilhelm Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, var ein af hetjum FH eftir að hann varð lokaskot leiksins í sigri FH á Haukum í kvöld, 24-23, í N1 deild karla. Pálmar var hrikalega sáttur með sigurinn sem þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár. „Þetta var gríðarlega sæt varsla í lokin og ein sú sætasta í langan tíma. Við FH-ingar kvittuðum fallega fyrir okkur í kvöld gegn Haukunum og þetta var sæt hefnd. Það besta í þessu er að við hefndum sjálfir og af karlmennsku. Það hefði aldrei komið til greina að tapa viljandi til að koma í veg fyrir að Haukar kæmust í úrslitakeppnina," sagði Pálmar en margir FH-ingar vilja meina að Haukar hafi tapað viljandi sem varð til þess að FH komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. FH lítur vel út fyrir úrslitakeppnina og Pálmar vonar að liðið sé að toppa á réttum tíma. „Það er mikill stígandi í liðinu og við erum að vinna leiki sem eru tvísýnir. Það er komið meira jafnvægi í leikinn hjá okkur og við erum til alls líklegir." FH-ingar lögðu granna sína fyrir framan forseta lýðveldisins, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, og Pálmar var ekki í vafa með hvaða liði Dorrit héldi með. „Ég sá það á Dorrit að hún hélt með FH." Olís-deild karla Tengdar fréttir Birkir Ívar: Hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina "Það er hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður og annar þjálfara Hauka eftir tap liðsins gegn FH í kvöld, 24-23 í spennandi leik. Tapið þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár í N1 deildinni. 31. mars 2011 22:38 Umfjöllun: FH marði eins marks sigur gegn grönnunum FH gulltryggði sér annað sætið í N1 deild karla í kvöld með að leggja granna sína í Haukum af velli í Kaplakrika í kvöld, 24-23, í æsispennandi leik. Leikurinn var í járnum allan tímann og en FH-ingar náðu að skora sigurmarkið þegar hálf mínúta er eftir af leiknum. Með ósigrinum er einnig ljóst að möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina er nú aðeins stjarnfræðilegir. 31. mars 2011 20:29 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson, markvörður FH, var ein af hetjum FH eftir að hann varð lokaskot leiksins í sigri FH á Haukum í kvöld, 24-23, í N1 deild karla. Pálmar var hrikalega sáttur með sigurinn sem þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár. „Þetta var gríðarlega sæt varsla í lokin og ein sú sætasta í langan tíma. Við FH-ingar kvittuðum fallega fyrir okkur í kvöld gegn Haukunum og þetta var sæt hefnd. Það besta í þessu er að við hefndum sjálfir og af karlmennsku. Það hefði aldrei komið til greina að tapa viljandi til að koma í veg fyrir að Haukar kæmust í úrslitakeppnina," sagði Pálmar en margir FH-ingar vilja meina að Haukar hafi tapað viljandi sem varð til þess að FH komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili. FH lítur vel út fyrir úrslitakeppnina og Pálmar vonar að liðið sé að toppa á réttum tíma. „Það er mikill stígandi í liðinu og við erum að vinna leiki sem eru tvísýnir. Það er komið meira jafnvægi í leikinn hjá okkur og við erum til alls líklegir." FH-ingar lögðu granna sína fyrir framan forseta lýðveldisins, Hr. Ólaf Ragnar Grímsson, og Pálmar var ekki í vafa með hvaða liði Dorrit héldi með. „Ég sá það á Dorrit að hún hélt með FH."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Birkir Ívar: Hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina "Það er hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður og annar þjálfara Hauka eftir tap liðsins gegn FH í kvöld, 24-23 í spennandi leik. Tapið þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár í N1 deildinni. 31. mars 2011 22:38 Umfjöllun: FH marði eins marks sigur gegn grönnunum FH gulltryggði sér annað sætið í N1 deild karla í kvöld með að leggja granna sína í Haukum af velli í Kaplakrika í kvöld, 24-23, í æsispennandi leik. Leikurinn var í járnum allan tímann og en FH-ingar náðu að skora sigurmarkið þegar hálf mínúta er eftir af leiknum. Með ósigrinum er einnig ljóst að möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina er nú aðeins stjarnfræðilegir. 31. mars 2011 20:29 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Birkir Ívar: Hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina "Það er hrikalega sárt að komast ekki í úrslitakeppnina,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður og annar þjálfara Hauka eftir tap liðsins gegn FH í kvöld, 24-23 í spennandi leik. Tapið þýðir að Haukar komast ekki í úrslitakeppnina í ár í N1 deildinni. 31. mars 2011 22:38
Umfjöllun: FH marði eins marks sigur gegn grönnunum FH gulltryggði sér annað sætið í N1 deild karla í kvöld með að leggja granna sína í Haukum af velli í Kaplakrika í kvöld, 24-23, í æsispennandi leik. Leikurinn var í járnum allan tímann og en FH-ingar náðu að skora sigurmarkið þegar hálf mínúta er eftir af leiknum. Með ósigrinum er einnig ljóst að möguleikar Hauka á að komast í úrslitakeppnina er nú aðeins stjarnfræðilegir. 31. mars 2011 20:29