Handbolti

HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni - burstuðu Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með níu marka sigri á Fram, 35-26, í Safamýrinni í N1 deild karla í handbolta í kvöld. HK-liðið keyrði yfir Framliðið í seinni hálfleiknum sem liðið vann 18-12 en staðan var 17-14 fyrir HK í hálfleik.

HK er með 22 stig fyrir lokaumferðina og af því að liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti Haukum þá geta Hafnfirðingar ekki komist upp fyrir þá. HK á möguleika á að ná Fram í lokaumferðinni en Fram er einu stigi ofar í 3. sæti deildarinnar.

Ólafur Bjarki Ragnarsson og Bjarki Már Elísson skoruðu báðir 9 mörk fyrir HK og Björn Ingi Friðþjófsson varð 21 skot.

Magnús Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Fram og þeir Einar Rafn Eiðsson og Jóhann karl Reynisson skoruðu báðir sex mörk.

Umfjöllun um leikinn og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×