Eigandi Sauber ánægður með fyrsta mót Sergio Perez frá Mexíkó 31. mars 2011 10:22 Sergio Perez frá Mexíkó er nýliði í Formúlu 1 og ekur með Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt." Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt."
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira