Bréf til Alþingis Salvör Nordal skrifar 30. mars 2011 09:15 Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða læknaferðin endurgreidd Líneik Anna Sævarsdóttir Skoðun Að skreyta sig með stolnum fjöðrum Sema Erla Serdaroglu Skoðun Í hvaða umboði gætum við framtíðarinnar? Tómas N. Möller Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Toppurinn á ísjakanum Anna Steinsen Skoðun Rúv heillum horfið Kristín Þorsteinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Halldór 15.05.2013 Halldór Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins. Af öllu ferli málsins er ljóst að stjórnvöld hafa ekki dregið rétta lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis sem lagði áherslu á mikilvægi vandaðs undirbúnings og vinnubragða í hverju máli og setur þá sem boðið er sæti í ráðinu í erfiða stöðu. Eftir mjög vandlega íhugun hef ég ákveðið, þrátt fyrir þá alvarlegu ágalla sem eru á málinu, að þiggja sæti í stjórnlagaráði. Ég tel jafnframt að ábyrgðin á þessu ferli sé alfarið stjórnvalda en ekki þeirra sem setjast í ráðið og með því að taka verkefnið að okkur séum við ekki með nokkrum hætti að leggja blessun okkar yfir þau vinnubrögð sem einkennt hafa forsögu málsins. Þannig er óhjákvæmilegt að þeir sem setjast í ráðið horfist í augu við veikt umboð sitt, enda eru þeir eins og allir aðrir borgarar og stofnanir þessa lands undirsettir stjórnarskrá lýðveldisins. Ég finn til þeirrar ábyrgðar sem ég ber gagnvart þeim kjósendum sem kusu mig til setu á stjórnlagaþingi og er um leið fullmeðvituð um að forsendur fyrir stjórnlagaráði og umboð þess er allt annað en lagt var upp með. Eftir stendur líka mikilvægi þess að vissir hlutar stjórnarskrárinnar séu endurskoðaðir með nýrri hugsun og aðkomu almennings, en ég vil ekki verða til þess að skapa frekari óeiningu um málið, enda ljóst að ekki verður aftur snúið með ákvörðun Alþingis. Loks tel ég að ég geti frekar komið sjónarmiðum mínum fram innan ráðsins en utan. Ég er hóflega bjartsýn á að á þeim tíma sem okkur er ætlaður til starfa verði hægt að fara vandlega yfir alla þá þætti stjórnarskrárinnar sem fjallað er um í þingsályktuninni. Í mínum huga er aðalatriðið að ráðið nái að vinna saman af heilindum og ábyrgð; að þar eigi sér stað uppbyggileg rökræða um helstu álitaefni stjórnarskrárinnar og þar með varðveitist möguleiki almennings á að koma að endurskoðun hennar sem almennt samkomulag er um að sé orðin brýn. Vald okkar er takmarkað og því meira ríður á afli þeirra hugmynda sem við reynumst fær um að móta svo til gagns komi fyrir land og þjóð.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar