NBA: Miami og Lakers töpuðu nokkuð óvænt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 7. apríl 2011 09:00 LeBron James og félagar hans töpuðu gegn Milwaukee Bucks á heimavelli. AP Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87.Miami – Milwaukee 85-90 John Salmons skoraði 17 stig fyrir Milwaukee sem á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Miami er nú með 54 sigra og 24 tapleiki og er liðið í þriðja sæti Austurdeildar. Boston er aðeins ½ sigri fyrir ofan Miami en Chicago Bulls er efst. LeBron James, skoraði 29 stig fyrir Miami, sem lék án Dwayne Wade sem er meiddur. Chris Bosh skoraði 18 stig fyrir Miami .Charlotte – Orlando 102-111 Gilbert Arenas skoraði 25 stig fyrir Orlando en Charlotte sem er í eigu Michael Jordan á nú ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Quentin Richardson leikmaður Orlando var rekinn út úr húsi í leiknum og Dwight Howard fékk sína 18. tæknivillu á tímabilinu.New Orleans – Houston 101-93 Chris Paul skoraði 28 stig fyrir New Orleans og gaf 10 stoðsendingar en liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum. Houston er í baráttunni um 8. sætið í Vesturdeildinni en það eru töluverðar líkur á því að liðið þurfti að sitja eftir að þessu sinni.Indiana – Washington 136-112 Danny Granger skoraði 25 stig fyrir Indiana sem tryggði sér sæti í úrslitkeppninni í Austurdeildinni í fyrsta sinn frá árinu 2006. Larry Bird forseti liðsins getur glaðst yfir því en hann rak þjálfara liðsins um mitt tímabil og lagði áherslu á að nýr þjálfari myndi nota yngri leikmenn liðsins meira en forveri hans gerði.Philadelphia – New York 92-97 Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir gestina frá New York og Amare Stoudemire bætti við 18 stigum fyrir Knicks sem vann sinn fimmta leik í röð. Liðin höfðu sætaskipti í deildarkeppninni en Knicks er í sjötta sæti og 76'ers er í því sjöunda.Oklahoma – LA Clippers 112-108 Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma og Russell Westbrook bætti við 26 fyrir liðið sem tryggði sér sigur í Norðvestur-deildinni með sigrinum á Clippers. Þetta er fyrsti titill félagsins frá árinu 2005 þegar liðið hét þá Seattle Supersonics.Dallas – Denver 96-104 J. R. Smith tryggði Denver sigurinn á lokasekúndunum með fjórum stigum í röð en Denver hefur algjörlega blómstrað frá því að liðið lét Carmelo Anthony fara frá sér til New York í stórum leikmannaskiptum. Þetta var sjöundi sigurleikur Denver í síðustu átta leikjum. Dallas hefur ekki náð sér á strik að undanförnu. Liðið lék án Jason Kidd og Tyson Chandler. Þetta var fjórði tapleikurinn í röð og sá níundi í röð gegn liði úr Vesturdeildinni sem mun leika í úrslitakeppninni. Meistararlið Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð Stephen Curry er einn af efnilegri leikmönnum NBA deildarinnar og hér er Golden State leikmaðurinn í baráttunni gegn hinum þaulreynda Derek Fisher úr liði Lakers.APGolden State – LA Lakers 95-87 Meistaralið LA Lakers hefur á undanförnum vikum sýnt styrk sinn með ótrúlegri sigurgöngu en liðið fór aðeins útaf sporinu í gær gegn hinu léttleikandi liði Golden State Warriors á útivelli sem sigraði 95-87. Monta Ellis skoraði 26 stig fyrir heimamenn og David Lee skoraði 22 og tók 17 fráköst. Þetta var annar tapleikur Lakers í röð og liðið á ekki möguleika að vera með heimavallarréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Phil Jackson þjálfari Lakers sagði að hann myndi ekki hvíla lykilmenn liðsins í síðustu fjórum leikjum liðsins þrátt fyrir að úrslitin úr þeim leikjum hafi engin áhrif á stöðu liðsins í öðru sæti Vesturdeildarinnar. „Þeir hvíldu sig í þessum leik," sagði Jackson. San Antonio – Sacramento 124-92 Detroit – New Jersey 116-109 Toronto – Cleveland 96-104 Minnesota – Phoenix 98-108 NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87.Miami – Milwaukee 85-90 John Salmons skoraði 17 stig fyrir Milwaukee sem á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Miami er nú með 54 sigra og 24 tapleiki og er liðið í þriðja sæti Austurdeildar. Boston er aðeins ½ sigri fyrir ofan Miami en Chicago Bulls er efst. LeBron James, skoraði 29 stig fyrir Miami, sem lék án Dwayne Wade sem er meiddur. Chris Bosh skoraði 18 stig fyrir Miami .Charlotte – Orlando 102-111 Gilbert Arenas skoraði 25 stig fyrir Orlando en Charlotte sem er í eigu Michael Jordan á nú ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Quentin Richardson leikmaður Orlando var rekinn út úr húsi í leiknum og Dwight Howard fékk sína 18. tæknivillu á tímabilinu.New Orleans – Houston 101-93 Chris Paul skoraði 28 stig fyrir New Orleans og gaf 10 stoðsendingar en liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með sigrinum. Houston er í baráttunni um 8. sætið í Vesturdeildinni en það eru töluverðar líkur á því að liðið þurfti að sitja eftir að þessu sinni.Indiana – Washington 136-112 Danny Granger skoraði 25 stig fyrir Indiana sem tryggði sér sæti í úrslitkeppninni í Austurdeildinni í fyrsta sinn frá árinu 2006. Larry Bird forseti liðsins getur glaðst yfir því en hann rak þjálfara liðsins um mitt tímabil og lagði áherslu á að nýr þjálfari myndi nota yngri leikmenn liðsins meira en forveri hans gerði.Philadelphia – New York 92-97 Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir gestina frá New York og Amare Stoudemire bætti við 18 stigum fyrir Knicks sem vann sinn fimmta leik í röð. Liðin höfðu sætaskipti í deildarkeppninni en Knicks er í sjötta sæti og 76'ers er í því sjöunda.Oklahoma – LA Clippers 112-108 Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma og Russell Westbrook bætti við 26 fyrir liðið sem tryggði sér sigur í Norðvestur-deildinni með sigrinum á Clippers. Þetta er fyrsti titill félagsins frá árinu 2005 þegar liðið hét þá Seattle Supersonics.Dallas – Denver 96-104 J. R. Smith tryggði Denver sigurinn á lokasekúndunum með fjórum stigum í röð en Denver hefur algjörlega blómstrað frá því að liðið lét Carmelo Anthony fara frá sér til New York í stórum leikmannaskiptum. Þetta var sjöundi sigurleikur Denver í síðustu átta leikjum. Dallas hefur ekki náð sér á strik að undanförnu. Liðið lék án Jason Kidd og Tyson Chandler. Þetta var fjórði tapleikurinn í röð og sá níundi í röð gegn liði úr Vesturdeildinni sem mun leika í úrslitakeppninni. Meistararlið Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð Stephen Curry er einn af efnilegri leikmönnum NBA deildarinnar og hér er Golden State leikmaðurinn í baráttunni gegn hinum þaulreynda Derek Fisher úr liði Lakers.APGolden State – LA Lakers 95-87 Meistaralið LA Lakers hefur á undanförnum vikum sýnt styrk sinn með ótrúlegri sigurgöngu en liðið fór aðeins útaf sporinu í gær gegn hinu léttleikandi liði Golden State Warriors á útivelli sem sigraði 95-87. Monta Ellis skoraði 26 stig fyrir heimamenn og David Lee skoraði 22 og tók 17 fráköst. Þetta var annar tapleikur Lakers í röð og liðið á ekki möguleika að vera með heimavallarréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina í Vesturdeildinni. Phil Jackson þjálfari Lakers sagði að hann myndi ekki hvíla lykilmenn liðsins í síðustu fjórum leikjum liðsins þrátt fyrir að úrslitin úr þeim leikjum hafi engin áhrif á stöðu liðsins í öðru sæti Vesturdeildarinnar. „Þeir hvíldu sig í þessum leik," sagði Jackson. San Antonio – Sacramento 124-92 Detroit – New Jersey 116-109 Toronto – Cleveland 96-104 Minnesota – Phoenix 98-108
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti