Trulli býst við miklum stuðningi við Lotus í Malasíu 6. apríl 2011 21:06 Jarno Trulli hjá Lotus liðinu er frá Ítalíu. Mynd: Gettty Images/Mark Thompson Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi. Lotus liðið nýtir sér reynslu reyndra ökumanna i formi Kovalainen og Trulli. Kovalainen hefur m.a. ekið fyrir McLaren og Trulli fyrir Toyta, sem bæði hafa haft nægt fé í þróunarvinnu. „Líkamlega er þetta eitt erfiðasta mótið, ásamt Singapúr sem er líka erfitt. Þetta er mót sem við byrjuðum að undirbúa strax eftir Ástralíu. Ég kom til Malasíu strax eftir Melbourne til að venjast rakastiginu og vinn með næringafræðingi mínum til að undirbúa fyrir keppnina. Ef maður undirbýr sem almennilega, þá er þetta ekkert mál. Ég hlakka til að vera í hitanum og hann truflar mig ekkert", sagði Kovalainen um undirbúning fyrir mótið á Sepang brautinni um helgina í fréttatilkynningu frá Lotus. Trulli segist fullur eldmóðs fyrir helgina. „Við erum að keppa á heimavelli okkar og við viljum gera okkar til að áhorfendur verði stoltir af okkur. Það verður mikill stuðningur við okkur á áhorfendapöllunum. Ég hef verið hérna í viku og hef þegar séð stuðningurinn hefur vaxið frá því í fyrra", sagði Trulli. „Ég hef átt annríkt síðan ég kom og æfði í malasískum hæðum á reiðhjóli með fagmönnum héðan. Það er góður undirbúningur fyrir erfiða helgi í bílnum. Sepang brautin reynir verulega á og reynir mikið á ökumenn og bíl, en við trúum því að við séum með búnað sem ætti að hjálpa okkur hérna í Malasíu. Ég hlakka til að sjá hvernig bíllinn verður í hitanum." „Í fullkomnum heimi þá værum við færir um að gera eitthvað stórfenglegt fyrir framan heimamenn og stuðningsmenn okkar, en sjáum til. Við erum nær miðlungs liðunum, en fyrir ári síðan. En við þurfum að sækja fram veginn og við erum allir raunsæir og vinnum hörðum höndum að því að færast framar á þessu ári", sagði Trulli. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lotus lið Heikki Kovalainen og Jarno Trulli verður á einskonar heimavelli í Malasíu um helgina, en yfirmaður liðsins, Tony Fernandez er heimamaður og hann segir liðið hafa djúp tengsl við Malasíu. Malasíska ríkisstjórnin á t.d. hlut í liðinu ásamt fleiri aðilum. Malasískir starfsmenn eru einnig hjá liðinu, sem hefur verið byggt upp á 18 mánuðum, en bílarnir eru settir saman í bækistöð Lotus liðsins í Norfolk í Englandi. Lotus liðið nýtir sér reynslu reyndra ökumanna i formi Kovalainen og Trulli. Kovalainen hefur m.a. ekið fyrir McLaren og Trulli fyrir Toyta, sem bæði hafa haft nægt fé í þróunarvinnu. „Líkamlega er þetta eitt erfiðasta mótið, ásamt Singapúr sem er líka erfitt. Þetta er mót sem við byrjuðum að undirbúa strax eftir Ástralíu. Ég kom til Malasíu strax eftir Melbourne til að venjast rakastiginu og vinn með næringafræðingi mínum til að undirbúa fyrir keppnina. Ef maður undirbýr sem almennilega, þá er þetta ekkert mál. Ég hlakka til að vera í hitanum og hann truflar mig ekkert", sagði Kovalainen um undirbúning fyrir mótið á Sepang brautinni um helgina í fréttatilkynningu frá Lotus. Trulli segist fullur eldmóðs fyrir helgina. „Við erum að keppa á heimavelli okkar og við viljum gera okkar til að áhorfendur verði stoltir af okkur. Það verður mikill stuðningur við okkur á áhorfendapöllunum. Ég hef verið hérna í viku og hef þegar séð stuðningurinn hefur vaxið frá því í fyrra", sagði Trulli. „Ég hef átt annríkt síðan ég kom og æfði í malasískum hæðum á reiðhjóli með fagmönnum héðan. Það er góður undirbúningur fyrir erfiða helgi í bílnum. Sepang brautin reynir verulega á og reynir mikið á ökumenn og bíl, en við trúum því að við séum með búnað sem ætti að hjálpa okkur hérna í Malasíu. Ég hlakka til að sjá hvernig bíllinn verður í hitanum." „Í fullkomnum heimi þá værum við færir um að gera eitthvað stórfenglegt fyrir framan heimamenn og stuðningsmenn okkar, en sjáum til. Við erum nær miðlungs liðunum, en fyrir ári síðan. En við þurfum að sækja fram veginn og við erum allir raunsæir og vinnum hörðum höndum að því að færast framar á þessu ári", sagði Trulli.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira