Wayne Rooney tryggði Manchester United sigur á Brúnni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2011 17:57 Mynd/AP Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Wayne Rooney tryggði Mancehster United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en United er því í mjög góðri stöðu fyrir síðari leikinn á Old Trafford. Rooney skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir frábæran undirbúning Ryan Giggs en þetta var fyrsti sigur United-liðsins á Stamford Bridge í níu ár. Carlo Ancelotti tefldi fram þeim Didier Drogba og Fernando Torres í framlínunni hjá Chelsea í kvöld en markaþurrð spænska landsliðsmannins heldur áfram. Torres hefur nú spilað í 617 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora. Ancelotti leyfði Torres að klára leikinn en tók hinsvegar Drogba útaf fyrir Nicolas Anelka á 70. mínútu. Manchester United tók völdin á miðjunni í upphafi leiks þar sem þeir Michael Carrick og Ryan Giggs áttu mjög góðan leik. Það gerðist samt lítið á síðasta sóknarþriðjungnum á fyrstu tuttugu mínútunum. Wayne Rooney kom United í 1-0 á 24. mínútu eftir frábæra sendingu frá Ryan Giggs. Giggs tók meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði með innanfótarspyrnu í fjærhornið. Chelsea sótti aðeins í sig veðrið eftir mark Rooney en besta færi Chelsea-liðsins í hálfleiknum kom þó ekki fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar þeir áttu hreinlega að jafna metin. Didier Drogba átti skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna en Patrice Evra tókst að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Undir lokin vildi Ramires fá vítaspyrnu þegar Patrice Evra felldi hann augljóslega í teignum en ekkert var dæmt og þar hafði United-liðið heppnina með sér. Skömmu síðar reyndi Fernando Torres að fiska víti en hlaut bara gult spjald fyrir. Í kjölfarið ætlaði allt að sjóða upp úr en engin rauð spjöld fóru á loft.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn