Icesave 7. hluti: Lítill hluti kostnaðar við hrun bankanna Brjánn Jónasson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Standist áætlun samninganefndar Íslands vegna Icesave mun 32 milljarða króna kostnaður falla á ríkissjóð samþykki landsmenn Icesave-samninginn næsta laugardag. Þótt sú upphæð sé há í flestu samhengi bliknar hún í samanburði við annan kostnað ríkisins vegna bankahrunsins. Áætlaður kostnaður ríkisins vegna Icesave-samningsins er 32 milljarðar króna, samkvæmt nýjasta mati íslensku samninganefndarinnar. Það er há upphæð, og myndi ein og sér slaga hátt í að duga fyrir rekstri Landspítalans í heilt ár. Milljarðarnir 32 myndu líka duga til að borga fyrir tónlistarhúsið Hörpu og Héðinsfjarðargöngin. Kostnaður upp á 32 milljarða virðist þó varla meira en skiptimynt þegar þeir eru bornir saman við annan kostnað vegna bankahrunsins. Gylfi Zoëga og Friðrik Már Baldursson, prófessorar í hagfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, bentu á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að áætla megi að heildartjón lánardrottna íslensku bankanna sé um 7.350 milljarðar króna. Kostnaður þeirra sem lánuðu fyrir útrásinni er því nærri 230 sinnum hærri upphæð en falla mun á ríkið vegna Icesave. Þeir Gylfi og Friðrik segja þetta sýna að erlendir lánardrottnar hafi ekki aðeins tekið á sig að greiða fyrir íslenska útrásarævintýrið, heldur einnig fyrir mestan hluta af neyslu og fjárfestingu heimila og fyrirtækja umfram þjóðartekjur á árabilinu 2003 til 2008. Ýmsir hafa reynt að leggja mat á kostnað íslenska ríkisins vegna bankahrunsins. Þar er hægt að ganga misjafnlega langt, enda erfitt að draga mörkin. Í þrengstum skilningi má líta svo á að kostnaður ríkisins vegna bankahrunsins skiptist í fernt.166 milljarðar í Seðlabankann Í fyrsta lagi ber ríkið kostnað af því að endurreisa viðskiptabankana þrjá, sem fóru í þrot við hrunið. Ríkissjóður hefur lagt út um það bil 210 milljarða króna til að endurfjármagna bankana. Á móti kemur að ríkið á hluti í bönkunum og vonast til að fá peningana til baka síðar. Í öðru lagi ber ríkið kostnað vegna endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2011 er sá kostnaður 166 milljarðar króna. Það er ríflega fimm sinnum hærri upphæð en talið er að Icesave muni kosta ríkissjóð. Eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði á Alþingi í febrúarlok fást þeir peningar aldrei til baka í ríkissjóð. Í þriðja lagi ber ríkið kostnað af því að leggja föllnum fyrirtækjum og ríkisstofnunum öðrum en bönkunum til fé. Gylfi og Friðrik áætla að ríkið hafi lagt tæplega 38 milljarða króna til að verja Íbúðalánasjóð falli. Ríflega 22 milljörðum hefur verið varið til að bjarga Sjóvá og SpKef frá því að fara í þrot.Óvissa um Icesave-kostnað Í fjórða lagi þarf að telja með í kostnaði ríkisins við bankahrunið kostnað vegna Icesave. Eins og fjallað hefur verið um í fréttaskýringum hér í blaðinu undanfarna daga áætlar samninganefnd Íslands í Icesave-málinu að kostnaður ríkisins fari ekki yfir 32 milljarða króna. Þetta mat samninganefndarinnar byggir á áætlunum skilanefndar Landsbanka Íslands á endurheimtum úr þrotabúi bankans, og því nokkurri óvissu háð. Samninganefndin setti því fram tvær fráviksspár, eina bjartsýna og aðra svartsýna.Í bjartsýnni spánni er miðað við betri endurheimtur úr búi Landsbankans en nú er reiknað með. Út úr því fær samninganefndin að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði enginn, raunar verði eftir þrír milljarðar króna þegar allt verði greitt. Svartsýnni spáin gerir ráð fyrir því að um 20 prósentum minna fáist fyrir aðrar eignir þrotabús Landsbankans en peninga og skuldabréf hjá nýja Landsbankanum. Það myndi þýða að kostnaðurinn færi úr 32 milljörðum króna í 98 milljarða. Aðrir eru enn svartsýnni og spá því að kostnaðurinn geti farið vel yfir 100 milljarða. Samþykki kjósendur Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag verður samanlagður kostnaður íslenska ríkisins af bankahruninu um 468 milljarðar króna, sé miðað við kostnaðarmat samninganefndarinnar á Icesave-samningnum. Nákvæmur kostnaður veltur meðal annars á því hver kostnaðurinn við Icesave-samninginn verður þegar upp er staðið. Gagnlegt getur verið að bera saman útgjöld ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, sem er samanlagt verðmæti allra vara sem framleiddar eru í landinu á einu ári að viðbættu verðmæti allrar þjónustu sem veitt er hér á landi á árinu.Töpuðu landsframleiðslu í fimm ár Á síðasta ári var verg landsframleiðsla um það bil 1.500 milljarðar króna. Borið saman við þá tölu sést hversu gríðarlegt áætlað tjón lánardrottna íslensku bankanna er í raun og veru. Lánardrottnarnir töpuðu upphæð sem jafnast á við alla framleiðslu og veitta þjónustu á Íslandi á fimm ára tímabili. Kostnaður ríkisins af bankahruninu gæti orðið samanlagt 468 milljarðar króna, um 31 prósent af vergri landsframleiðslu. Af þeirri upphæð eru 210 milljarðar, um 14 prósent af vergri landsframleiðslu, vegna endurfjármögnunar bankanna. Um 166 milljarðar falla á ríkið vegna Seðlabankans, um 11 prósent af vergri landsframleiðslu. Við þetta bætist um það bil 60 milljarða kostnaður vegna endurfjármögnunar Íbúðalánasjóðs, Sjóvár og SpKef, um fjögur prósent af vergri landsframleiðslu. Miðað við áætlaðan kostnað við Icesave, 32 milljarða, mun Icesave kosta stjórnvöld ríflega tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Rætist svartsýnni spá samninganefndarinnar upp á 98 milljarða mun kostnaðurinn verða um 6,5 prósent af vergri landsframleiðslu. Icesave Tengdar fréttir Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Standist áætlun samninganefndar Íslands vegna Icesave mun 32 milljarða króna kostnaður falla á ríkissjóð samþykki landsmenn Icesave-samninginn næsta laugardag. Þótt sú upphæð sé há í flestu samhengi bliknar hún í samanburði við annan kostnað ríkisins vegna bankahrunsins. Áætlaður kostnaður ríkisins vegna Icesave-samningsins er 32 milljarðar króna, samkvæmt nýjasta mati íslensku samninganefndarinnar. Það er há upphæð, og myndi ein og sér slaga hátt í að duga fyrir rekstri Landspítalans í heilt ár. Milljarðarnir 32 myndu líka duga til að borga fyrir tónlistarhúsið Hörpu og Héðinsfjarðargöngin. Kostnaður upp á 32 milljarða virðist þó varla meira en skiptimynt þegar þeir eru bornir saman við annan kostnað vegna bankahrunsins. Gylfi Zoëga og Friðrik Már Baldursson, prófessorar í hagfræði við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, bentu á það í nýlegri grein í Fréttablaðinu að áætla megi að heildartjón lánardrottna íslensku bankanna sé um 7.350 milljarðar króna. Kostnaður þeirra sem lánuðu fyrir útrásinni er því nærri 230 sinnum hærri upphæð en falla mun á ríkið vegna Icesave. Þeir Gylfi og Friðrik segja þetta sýna að erlendir lánardrottnar hafi ekki aðeins tekið á sig að greiða fyrir íslenska útrásarævintýrið, heldur einnig fyrir mestan hluta af neyslu og fjárfestingu heimila og fyrirtækja umfram þjóðartekjur á árabilinu 2003 til 2008. Ýmsir hafa reynt að leggja mat á kostnað íslenska ríkisins vegna bankahrunsins. Þar er hægt að ganga misjafnlega langt, enda erfitt að draga mörkin. Í þrengstum skilningi má líta svo á að kostnaður ríkisins vegna bankahrunsins skiptist í fernt.166 milljarðar í Seðlabankann Í fyrsta lagi ber ríkið kostnað af því að endurreisa viðskiptabankana þrjá, sem fóru í þrot við hrunið. Ríkissjóður hefur lagt út um það bil 210 milljarða króna til að endurfjármagna bankana. Á móti kemur að ríkið á hluti í bönkunum og vonast til að fá peningana til baka síðar. Í öðru lagi ber ríkið kostnað vegna endurfjármögnunar Seðlabanka Íslands. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2011 er sá kostnaður 166 milljarðar króna. Það er ríflega fimm sinnum hærri upphæð en talið er að Icesave muni kosta ríkissjóð. Eins og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði á Alþingi í febrúarlok fást þeir peningar aldrei til baka í ríkissjóð. Í þriðja lagi ber ríkið kostnað af því að leggja föllnum fyrirtækjum og ríkisstofnunum öðrum en bönkunum til fé. Gylfi og Friðrik áætla að ríkið hafi lagt tæplega 38 milljarða króna til að verja Íbúðalánasjóð falli. Ríflega 22 milljörðum hefur verið varið til að bjarga Sjóvá og SpKef frá því að fara í þrot.Óvissa um Icesave-kostnað Í fjórða lagi þarf að telja með í kostnaði ríkisins við bankahrunið kostnað vegna Icesave. Eins og fjallað hefur verið um í fréttaskýringum hér í blaðinu undanfarna daga áætlar samninganefnd Íslands í Icesave-málinu að kostnaður ríkisins fari ekki yfir 32 milljarða króna. Þetta mat samninganefndarinnar byggir á áætlunum skilanefndar Landsbanka Íslands á endurheimtum úr þrotabúi bankans, og því nokkurri óvissu háð. Samninganefndin setti því fram tvær fráviksspár, eina bjartsýna og aðra svartsýna.Í bjartsýnni spánni er miðað við betri endurheimtur úr búi Landsbankans en nú er reiknað með. Út úr því fær samninganefndin að kostnaður ríkisins vegna Icesave verði enginn, raunar verði eftir þrír milljarðar króna þegar allt verði greitt. Svartsýnni spáin gerir ráð fyrir því að um 20 prósentum minna fáist fyrir aðrar eignir þrotabús Landsbankans en peninga og skuldabréf hjá nýja Landsbankanum. Það myndi þýða að kostnaðurinn færi úr 32 milljörðum króna í 98 milljarða. Aðrir eru enn svartsýnni og spá því að kostnaðurinn geti farið vel yfir 100 milljarða. Samþykki kjósendur Icesave-samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag verður samanlagður kostnaður íslenska ríkisins af bankahruninu um 468 milljarðar króna, sé miðað við kostnaðarmat samninganefndarinnar á Icesave-samningnum. Nákvæmur kostnaður veltur meðal annars á því hver kostnaðurinn við Icesave-samninginn verður þegar upp er staðið. Gagnlegt getur verið að bera saman útgjöld ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, sem er samanlagt verðmæti allra vara sem framleiddar eru í landinu á einu ári að viðbættu verðmæti allrar þjónustu sem veitt er hér á landi á árinu.Töpuðu landsframleiðslu í fimm ár Á síðasta ári var verg landsframleiðsla um það bil 1.500 milljarðar króna. Borið saman við þá tölu sést hversu gríðarlegt áætlað tjón lánardrottna íslensku bankanna er í raun og veru. Lánardrottnarnir töpuðu upphæð sem jafnast á við alla framleiðslu og veitta þjónustu á Íslandi á fimm ára tímabili. Kostnaður ríkisins af bankahruninu gæti orðið samanlagt 468 milljarðar króna, um 31 prósent af vergri landsframleiðslu. Af þeirri upphæð eru 210 milljarðar, um 14 prósent af vergri landsframleiðslu, vegna endurfjármögnunar bankanna. Um 166 milljarðar falla á ríkið vegna Seðlabankans, um 11 prósent af vergri landsframleiðslu. Við þetta bætist um það bil 60 milljarða kostnaður vegna endurfjármögnunar Íbúðalánasjóðs, Sjóvár og SpKef, um fjögur prósent af vergri landsframleiðslu. Miðað við áætlaðan kostnað við Icesave, 32 milljarða, mun Icesave kosta stjórnvöld ríflega tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Rætist svartsýnni spá samninganefndarinnar upp á 98 milljarða mun kostnaðurinn verða um 6,5 prósent af vergri landsframleiðslu.
Icesave Tengdar fréttir Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00