Fundinum lokið án niðurstöðu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. október 2025 12:16 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Ívar/Vilhelm Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér. Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra klukkan átta í morgun vegna samstarfs og greiðslna embættis ríkislögreglustjóra til Þórunnar Óðinsdóttur, eiganda og eina starfsmanns Intru. Þórunn, sem er sérfræðingur í straumlínulögun, sinnti ýmsum störfum í þágu embættisins en þar á meðal voru búðarferðir, skipuritsgerð og myglurannsóknir. Hún þáði um 130 milljónir í greiðslu án virðisaukaskatts frá embættinu á þeim fimm árum síðan að Sigríður tók við sem ríkislögreglustjóri. Það gerir um 160 milljónir með virðisaukaskatti. Þórunn var ráðin til starfa tímabundið hjá embættinu tveimur dögum eftir að fyrirspurn barst frá fréttastofu Ríkisútvarpsins um reikninga til Intru. Fundi ráðherra með Sigríði Björk lauk upp úr klukkan níu í morgun án nokkurrar niðurstöðu eða ákvörðunar en málið verður til frekari skoðunar innan ráðuneytisins á næstu dögum. Bæði dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri neituðu að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar viðtalsbeiðnir fréttastofu að fundi loknum. Dómsmálaráðherra sagði það blasa við í gær að verklagi væri ábótavant í málinu. Landssamband lögreglumanna tekur undir það og fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra rétt fyrir hádegi en um 20 starfsmönnum hefur annaðhvort verið sagt upp eða tímabundnir ráðningasamningar við þá ekki endurnýjaðir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í bítinu í morgun að málið skjóti skökku við innan um niðurskurð og aðhald hjá lögreglunni. „Eins og kom fram í fréttum þá báðu þau um auka fjárveitingu til að halda sérsveitarnámskeið og eru búin að vera í ráðningarbanni í hálft ár. Svo segja þau upp starfsfólki núna svo það hefur greinilega verið þröngt um hjá embættinu en samt var þessi verktaki ráðinn í vinnu.“ Embættið hlaut um 80 milljóna króna viðbótarframlag frá Alþingi til að geta haldið umrætt námskeið. Fjölnir segir mikinn skort á fjármagni í almenn löggæslustörf. „Það hefur alveg skapað gremju hjá lögreglumönnum hvað er verið að ráða mikið af sérfræðingum og ekki lögreglumönnum hjá ríkislögreglustjóra í ýmis störf og embættið búið að stækka mjög mikið síðustu ár.“ Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Sigríði Björk vegna málsins í gær. Þeirri beiðni var hafnað á þeirri forsendu að hún væri í fríi. Beiðnum fréttastofu um viðtal við Sigríði Björk í dag hefur fram að þessu verið hafnað. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:32 með ábendingu frá samskiptastjóra ríkislögreglustjóra að framlagið til að halda námskeið hefði komið frá Alþingi. Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Veistu meira um málið? Ekki hika við að senda okkur fréttaskot, nafnlaust eða undir nafni, með því að smella hér.
Lögreglan Stjórnsýsla Mygla Rekstur hins opinbera Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira