Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2025 16:47 Með aðgerðum sínum vill ríkisstjórnin vinna gegn því að hinir ríku fjárfesti í fasteignum í stað þess að fjárfesta í hlutum sem styðja betur við verðmætasköpun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal síðdegis þar sem fyrsti húsnæðispakki stjórnarinnar var kynntur. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni kemur fram að ýmsir hvatar séu til staðar hjá hinu opinbera sem beini sparnaði fólks inn á húsnæðismarkað í stað annarrar fjárfestingar sem styðji betur við verðmætasköpun. „Slíkir hvatar eru bæði skattalegir og í regluverki í húsnæðiskerfinu sjálfu. Með því að draga úr hvatanum til að safna íbúðum er unnið gegn þenslu á húsnæðismarkaði og háu húsnæðisverði. Á sama tíma er það gert eftirsóknarverðara fyrir fólk að fjárfesta með hætti sem styður betur við verðmætasköpun.“ Skattfrelsi við sölu og leigu minnkar Í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar eru nokkrar aðgerðir í þessa veru. Til að mynda á að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar fólks sem á margar íbúðir frá og með 1. janúar 2027. Ekki er nánar skýrt hve mikið eða hratt dregið verði úr skattfrelsinu. „Með þessum tímafresti gefst tækifæri til aðlögunar. Í reynd er söluhagnaður íbúðarhúsnæðis nú nær alfarið undanþeginn skattlagningu. Aðeins 0,2% af söluhagnaði einstaklinga af íbúðarhúsnæði var skattlagður árið 2024. Þá verður dregið úr afslætti frá fjármagnstekjuskatti vegna leigutekna sem fer úr 50% afslætti í 25%.“ Álag heimilað á auðar lóðir Á undanförnum árum hafi sveitarfélög kallað eftir heimildum til að hvetja til íbúðauppbyggingar á byggingarlóðum sem þegar hefur verið úthlutað. „Þegar verðhækkanir eru á fasteignamarkaði getur skapast hvati til að fresta íbúðauppbyggingu á lóð sem þegar hefur verið úthlutað. En á meðan verður sveitarfélagið af væntum tekjum vegna útsvarsgreiðslna og annarra umsvifa sem fylgja fleiri íbúum. Þess vegna verður sveitarfélögum nú heimilað að leggja álag á fasteignagjald á byggingarlóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli.“ Áréttað er að um heimild sé að ræða en ekki skyldu. Takmörkun á Airbnb Fyrir Alþingi liggur frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga. Með því á að koma í veg fyrir að leiguverð sé hækkað á fyrstu tólf mánuðum tímabundinna leigusamninga. „Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp sem takmarkar skammtímaleigu, á borð við útleigu á Airbnb, við lögheimili og eina aðra fasteign utan þéttbýlis. Í því frumvarpi er einnig kveðið á um að ótímabundin rekstrarleyfi til skammtímaleigu í íbúðarhúsnæði umfram 90 daga verði gerð tímabundin innan 5 ára.“ Húsnæðismál Airbnb Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal síðdegis þar sem fyrsti húsnæðispakki stjórnarinnar var kynntur. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni kemur fram að ýmsir hvatar séu til staðar hjá hinu opinbera sem beini sparnaði fólks inn á húsnæðismarkað í stað annarrar fjárfestingar sem styðji betur við verðmætasköpun. „Slíkir hvatar eru bæði skattalegir og í regluverki í húsnæðiskerfinu sjálfu. Með því að draga úr hvatanum til að safna íbúðum er unnið gegn þenslu á húsnæðismarkaði og háu húsnæðisverði. Á sama tíma er það gert eftirsóknarverðara fyrir fólk að fjárfesta með hætti sem styður betur við verðmætasköpun.“ Skattfrelsi við sölu og leigu minnkar Í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar eru nokkrar aðgerðir í þessa veru. Til að mynda á að draga úr skattfrelsi söluhagnaðar fólks sem á margar íbúðir frá og með 1. janúar 2027. Ekki er nánar skýrt hve mikið eða hratt dregið verði úr skattfrelsinu. „Með þessum tímafresti gefst tækifæri til aðlögunar. Í reynd er söluhagnaður íbúðarhúsnæðis nú nær alfarið undanþeginn skattlagningu. Aðeins 0,2% af söluhagnaði einstaklinga af íbúðarhúsnæði var skattlagður árið 2024. Þá verður dregið úr afslætti frá fjármagnstekjuskatti vegna leigutekna sem fer úr 50% afslætti í 25%.“ Álag heimilað á auðar lóðir Á undanförnum árum hafi sveitarfélög kallað eftir heimildum til að hvetja til íbúðauppbyggingar á byggingarlóðum sem þegar hefur verið úthlutað. „Þegar verðhækkanir eru á fasteignamarkaði getur skapast hvati til að fresta íbúðauppbyggingu á lóð sem þegar hefur verið úthlutað. En á meðan verður sveitarfélagið af væntum tekjum vegna útsvarsgreiðslna og annarra umsvifa sem fylgja fleiri íbúum. Þess vegna verður sveitarfélögum nú heimilað að leggja álag á fasteignagjald á byggingarlóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli.“ Áréttað er að um heimild sé að ræða en ekki skyldu. Takmörkun á Airbnb Fyrir Alþingi liggur frumvarp um skráningarskyldu leigusamninga. Með því á að koma í veg fyrir að leiguverð sé hækkað á fyrstu tólf mánuðum tímabundinna leigusamninga. „Fyrir Alþingi liggur einnig frumvarp sem takmarkar skammtímaleigu, á borð við útleigu á Airbnb, við lögheimili og eina aðra fasteign utan þéttbýlis. Í því frumvarpi er einnig kveðið á um að ótímabundin rekstrarleyfi til skammtímaleigu í íbúðarhúsnæði umfram 90 daga verði gerð tímabundin innan 5 ára.“
Húsnæðismál Airbnb Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent