Mögnuð ræða borgarstjórans: Varaliturinn gerði þau mennsk á ný 3. apríl 2011 13:36 Jón Gnarr flutti magnaða ræðu fyrir tískuvita. Mynd Arnþór Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér. RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Ræða Jón Gnarrs, borgarstjóra Reykjavíkur vakti talsverða athygli á opnunarhátíð Reykjavík fashion festival (RFF). Vísir greindi meðal annars frá því í morgun að setningaræðan hans hefði beinlínis skelft gesti tískuhátíðarinnar en það var Bleikt.is sem greindi fyrst frá málinu. Ræðuna má finna á vefsvæði Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, yfirleitt kallaður Dr. Gunni. Í ræðunni rekur Jón hreint út sagt magnað sögu sem breski hermaðurinn Mervin Willett Gonin skrifaði í dagbók sína árið 1945 eftir að hversveit hans kom í útrýmingarbúðirnar Bergen-Belsen í Norðvestur Þýskalandi. Lýsingin er hryllileg en sveitin var sú fyrsta sem kom í útrýmingarbúðirnar. Þannig lýsir mervin því sem fyrir augum bar og það er óhætt að segja að lýsingarnar eru beinlínis sláandi. Mervin segir svo í dagbókarfærslunni að fyrir furðulegan misskilning hafi borist farmur af varalit í stað eðlilegra hjálpargagna frá Rauða krossinum. Mervin segir að hermennirnir hafi verið undrandi, enda alls ekki það sem þeir báðu um. En svo varð sú einstaka þróun að sögn Mervins, að fangarnir báru á sig varalitinn, og í raun fyrst þá upplifað sig sem einstaklinga eftir martraðakennda vist í útrýmingabúðum. Mervin segir að varaliturinn hafi gert þau mennsk á ný. Loksins gátu þau hugað að útliti sínu eins og manneskjur. Ræða Jóns, sem er óhætt að segja að sé hreint út sagt mögnuð, má lesa í heild sinni á vefsíðu Dr. Gunna. Þess má geta að Jón var sjálfur með varalit þegar hann flutti ræðuna, sem var misvel tekið af gestum og vakti jafnvel hneykslan. Fyrir þá sem vilja kynna sér hryllilega sögu útrýmingabúðanna geta nálgast upplýsingar hér.
RFF Tengdar fréttir Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Varalitaður borgarstjóri skelfir tískuheiminn með stríðssögum Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, setti tískuhátíðina RFF í gærkvöldi en setningaræðan hans skelfdi beinlínis gesti tískuhátíðarinnar samkvæmt Bleikt.is. 3. apríl 2011 10:53