Körfubolti

Verða Suðurnesjalaus lokaúrslit í fyrsta sinn í sögunni?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson og Brynjar Þór Björnsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson og Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Daníel
KR-ingar eiga möguleika á því að sópa út öðrum Reykjanesbæjarrisanum í röð með sigri í þriðja leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deild karla í kvöld. Með því að slá út Keflavík myndu KR-ingar líka sjá til þess að lokaúrslitin yrðu í fyrsta sinn í sögunni án Suðurnesjaliðs en Stjörnumenn hafa þegar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum.

KR og Keflavík mætast klukkan 19.15 í DHL-höllinni í Frostaskjóli og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. KR hefur unnið báða leiki liðanna, þann fyrri með 8 stiga mun í DHL-höllinni og þann síðari með 18 stiga mun í Toyota-höllinni í Keflavík.

Suðurnesjaliðin Keflavík, Grindavík og Njarðvík hafa unnið 21 af 27 Íslandsmeistaratitlum síðan að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1984 og í það minnsta eitt þeirra hefur alltaf spilað til úrslita um titilinn. Átta sinnum hafa tvö Suðurnesjalið mæst í lokaúrslitunum.





Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn 1984-2010:1984 Njarðvík 2-0 Valur {61-59, 92-91}

1985 Njarðvík 2-1 Haukar {80-87, 76-75 (68-68), 67-61}

1986 Njarðvík 2-0 Haukar {94-53, 88-86}

1987 Njarðvík 2-0 Valur {84-71, 80-71}

1988 Njarðvík 1-2 Haukar {78-58, 74-80, 91-92 (66-66, 79-79)}

1989 Keflavík 2-1 KR {77-74, 85-92, 89-72}

1990 KR 3-0 Keflavík {81-72, 75-71, 80-73}

1991 Njarðvík 3-2 Keflavík {96-59, 73-75, 78-82, 91-81, 84-75}

1992 Keflavík 3-2 Valur {106-84, 91-104, 67-95, 78-56, 77-68}

1993 Keflavík 3-0 Haukar {103-67, 91-71, 108-89}

1994 Grindavík 2-3 Njarðvík {110-107(98-98), 82-96, 90-67, 65-93, 67-68}

1995 Njarðvík 4-2 Grindavík {92-81, 92-112, 107-97, 79-75, 97-104, 93-86 (78-78)}

1996 Grindavík 4-2 Keflavík {66-75, 86-54, 68-67, 86-70, 72-82, 96-73}

1997 Keflavík 3-0 Grindavík {107-91, 100-97, 106-92}

1998 KR 0-3 Njarðvík {75-88, 56-72, 94-106}

1999 Keflavík 3-2 Njarðvík {79-89, 98-90 (87-87), 108-90, 72-91, 88-82}

2000 Grindavík 1-3 KR {67-64, 55-83, 78-89, 63-83}

2001 Njarðvík 3-1 Tindastóll {89-65, 100-79, 93-96, 96-71}

2002 Keflavík 0-3 Njarðvík {68-89, 88-96, 93-102}

2003 Grindavík 0-3 Keflavík {94-103, 102-113, 97-102}

2004 Snæfell 1-3 Keflavík {80-76, 98-104, 65-79, 67-87}

2005 Keflavík 3-1 Snæfell {90-75, 93-97, 86-83, 98-88}

2006 Njarðvík 3-1 Skallagrímur {89-70, 77-87, 107-76, 81-60}

2007 Njarðvík 1-3 KR {99-78, 76-82, 92-96, 81-83 (73-73)}

2008 Keflavík 3-0 Snæfell {81-79, 98-83, 98-74}

2009 KR 3-2 Grindavík {88-84, 88-100, 94-107, 94-83, 84-83}

2010 Keflavík 2-3 Snæfell {97-78, 69-91, 85-100, 82-73, 69-105}




Fleiri fréttir

Sjá meira


×