Handbolti

Ásbjörn: Verður hörku rimma

Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar
Ásbjörn fagnar með Erni Inga í kvöld. Mynd/anton
Ásbjörn fagnar með Erni Inga í kvöld. Mynd/anton
„Við lögðum upp með sterka vörn, oddaleikir vinnast oftast á góðri vörn og við náðum því hér í dag," sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH eftir 32-21 sigur á Fram.

„Byrjunin var erfið, við vorum að koma okkur í góð færi en ekki að klára þau og Framarar voru að skora nóg. við vissum hinsvegar að þetta gengi ekki og þetta myndi koma á endanum," sagði Ásbjörn.

„Þeir missa tvo menn svo útaf og eins og í síðasta leik er það vendipunktur, við lögðum upp sigurinn þar og gáfum ekkert eftir eftir það. Núna verður bara hörku slagur í næstu rimmu, við byrjum á útivelli gegn Akureyri og það verða hörkuleikir. Tvö bestu liðin í vetur mætast, við höfum oft mætt þeim og það má búast við hörku einvígi," sagði Ásbjörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×