NBA í nótt: Allen tryggði Boston sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 09:07 Ray Allen fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Allen setti niður þriggja stiga körfu þegar að ellefu sekúndur voru til leiksloka og kom Boston yfir, 87-85. Reyndust það lokatölur leiksins. New York hafði verið með frumkvæðið nánast allan leikinn en gaf eftir á lokakaflanum. Carmelo Anthony missti boltann í næstsíðustu sókn New York eftir að hafa fengið dæmt á sig sóknarbrot og skot hans geigaði svo á lokasekúndum leiksins. Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Paul Pierce kom næstur með átján. Kevin Garnett var með fimmtán stig og þrettán fráköst. Amar'e Stoudemire átti frábæran leik í liði New York og skoraði 28 stig. Það dugði þó ekki til á endanum. Anthony skoraði samtals fimmtán stig í leiknum. New York varð þar að auki fyrir áfalli í leiknum þar sem að Chauncey Billups fór meiddur af velli í lok fjórða leikhluta. Hann virtist hafa meiðst á hné og óvíst hvort hann nái næsta leik liðanna á aðfaranótt miðvikudags. Oklahoma City vann Denver, 107-103, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Kevin Durant skoraði 41 stig fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook 31. Lokakafli leiksins var dramatískur en miðherjinn Kendrick Perkins skoraði mikilvæga körfu þegar rúm mínúta var til leiksloka og kom Oklahoma City yfir, 102-101. Perkins blakaði boltanum ofan í körfuna en leikmenn Denver vildu meina að um ólöglega körfu hafi verið að ræða. Karfan fékk þó að standa gild. Nene skoraði 22 stig fyrir Denver og Danilo Gallinari átján. NBA Tengdar fréttir NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36 NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira
Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Allen setti niður þriggja stiga körfu þegar að ellefu sekúndur voru til leiksloka og kom Boston yfir, 87-85. Reyndust það lokatölur leiksins. New York hafði verið með frumkvæðið nánast allan leikinn en gaf eftir á lokakaflanum. Carmelo Anthony missti boltann í næstsíðustu sókn New York eftir að hafa fengið dæmt á sig sóknarbrot og skot hans geigaði svo á lokasekúndum leiksins. Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig og Paul Pierce kom næstur með átján. Kevin Garnett var með fimmtán stig og þrettán fráköst. Amar'e Stoudemire átti frábæran leik í liði New York og skoraði 28 stig. Það dugði þó ekki til á endanum. Anthony skoraði samtals fimmtán stig í leiknum. New York varð þar að auki fyrir áfalli í leiknum þar sem að Chauncey Billups fór meiddur af velli í lok fjórða leikhluta. Hann virtist hafa meiðst á hné og óvíst hvort hann nái næsta leik liðanna á aðfaranótt miðvikudags. Oklahoma City vann Denver, 107-103, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Kevin Durant skoraði 41 stig fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook 31. Lokakafli leiksins var dramatískur en miðherjinn Kendrick Perkins skoraði mikilvæga körfu þegar rúm mínúta var til leiksloka og kom Oklahoma City yfir, 102-101. Perkins blakaði boltanum ofan í körfuna en leikmenn Denver vildu meina að um ólöglega körfu hafi verið að ræða. Karfan fékk þó að standa gild. Nene skoraði 22 stig fyrir Denver og Danilo Gallinari átján.
NBA Tengdar fréttir NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36 NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30 Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira
NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki. 17. apríl 2011 23:36
NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik. 17. apríl 2011 20:30