Umfjöllun: HK tryggði sér oddaleik gegn Akureyri Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 16. apríl 2011 18:22 Ólafur Bjarki átti frábæran leik fyrir HK. Mynd/Stefán HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6) Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6)
Olís-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn