NBA: Chicago og San Antonio jöfn á toppnum fyrir síðasta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2011 09:00 Derrick Rose. Mynd/AP Chicago Bulls komst upp að hlið San Antonio Spurs á toppi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir að Bulls-liðið vann New York Knicks og San Antonio tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Verði liðin áfram jöfn eftir síðustu leikina í kvöld verður dregið um hvort liðið fær heimavallarrétt mætist þau í úrslitunum þar sem að innbyrðisárangur þeirra er jafn. Chicago tekur á móti New Jersey Nets í lokaleik sínum í nótt en San Antonio fer í heimsókn til Phoenix.Derrick Rose skoraði 26 stig í 103-90 sigri Chicago Bulls á New York Knicks í Madison Square Garden. Chicago hóf seinni hálfleikinn á 26-2 spretti og vann fráköstin 51-33. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð. Luol Deng var með 23 stig og 10 fráköst og Carlos Boozer bætti við 14 stigum og 22 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 21 stig fyrir New York sem var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir þennan leik.Kobe Bryant skoraði 27 stig þegar Los Angeles Lakers vann 102-93 sigur á San Antonio Spurs og endaði um leið fimm leikja taphrinu sína. Lakers-liðið varð samt fyrir áfalli í leiknum þegar miðherjinn Andrew Bynum meiddist á hné. Lamar Odom skoraði 23 stig fyrir Lakers en Gregg Popovich, þjálfari Spurs, hvíldi stjörnurnar Tim Duncan, Manu Ginobili og Tony Parker í þessum leik. Gary Neal var stigahæstur hjá San Antonio með 16 stig.LaMarcus Aldridge var með 22 stig og 11 fráköst þegar Portland Trail Blazers tryggði sér sjötta sætið í Vestrinu með 102-89 heimasigri á Memphis Grizzlies. Mike Conley skoraði 17 stig fyrir Memphis sem lék án Zach Randolph og Tony Allen. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Andrew Bynum.Mynd/APNew York Knicks-Chicago Bulls 90-103 Portland Trail Blazers-Memphis Grizzlies 102-89 Los Angeles Lakers-San Antonio Spurs 102-93 NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira
Chicago Bulls komst upp að hlið San Antonio Spurs á toppi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir að Bulls-liðið vann New York Knicks og San Antonio tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Verði liðin áfram jöfn eftir síðustu leikina í kvöld verður dregið um hvort liðið fær heimavallarrétt mætist þau í úrslitunum þar sem að innbyrðisárangur þeirra er jafn. Chicago tekur á móti New Jersey Nets í lokaleik sínum í nótt en San Antonio fer í heimsókn til Phoenix.Derrick Rose skoraði 26 stig í 103-90 sigri Chicago Bulls á New York Knicks í Madison Square Garden. Chicago hóf seinni hálfleikinn á 26-2 spretti og vann fráköstin 51-33. Þetta var áttundi sigur liðsins í röð. Luol Deng var með 23 stig og 10 fráköst og Carlos Boozer bætti við 14 stigum og 22 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 21 stig fyrir New York sem var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir þennan leik.Kobe Bryant skoraði 27 stig þegar Los Angeles Lakers vann 102-93 sigur á San Antonio Spurs og endaði um leið fimm leikja taphrinu sína. Lakers-liðið varð samt fyrir áfalli í leiknum þegar miðherjinn Andrew Bynum meiddist á hné. Lamar Odom skoraði 23 stig fyrir Lakers en Gregg Popovich, þjálfari Spurs, hvíldi stjörnurnar Tim Duncan, Manu Ginobili og Tony Parker í þessum leik. Gary Neal var stigahæstur hjá San Antonio með 16 stig.LaMarcus Aldridge var með 22 stig og 11 fráköst þegar Portland Trail Blazers tryggði sér sjötta sætið í Vestrinu með 102-89 heimasigri á Memphis Grizzlies. Mike Conley skoraði 17 stig fyrir Memphis sem lék án Zach Randolph og Tony Allen. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Andrew Bynum.Mynd/APNew York Knicks-Chicago Bulls 90-103 Portland Trail Blazers-Memphis Grizzlies 102-89 Los Angeles Lakers-San Antonio Spurs 102-93
NBA Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Fleiri fréttir „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Sjá meira