Körfubolti

NBA: San Antonio í vandræðum - lykilsigur hjá Dallas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Afmælisbarnið Tim Duncan var ekki hress í nótt frekar en Tony Parker.
Afmælisbarnið Tim Duncan var ekki hress í nótt frekar en Tony Parker.
San Antonio Spurs er komið í gríðarleg vandræði eftir þriðja tapið gegn Memphis Grizzlies í nótt. Liðið er nú aðeins einu tapi frá því að detta úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Takist Memphis að vinna einvígið verður það aðeins í annað sinn sem lið í áttunda sæti vinnur lið sem endaði í fyrsta sæti deildar eftir að reglunum var breytt svo vinna þarf fjóra leiki í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Spurs lék mjög vel í fyrri hálfleik en liðið átti engin svör við frábærum varnarleik Spurs í þeim síðari. Tony Parker sterkastur hjá Spurs með 23 stig. Liðsheildin skilaði sigri hjá Grizzlies þar sem Mike Conley var stigahæstur með 15 stig.

Dallas komst yfir í einvíginu gegn Portland með fínum heimasigri í nótt. Tyson Chandler magnaður í liði Mavs með 14 stig og 20 fráköst, þár af 13 sóknarfráköst. Dirk Nowitzki skoraði 25 stig fyrir Dallas en Andre Miller var með 18 fyrir Portland.

Denver bjargaði svo andlitinu gegn Thunder með því að vinna fjórða leikinn og forðast sópinn. Ty Lawson með 27 stig fyrir Denver en Kevin Durant stigahæstur hjá Thunder með 31 stig.

Úrslit (staðan í einvíginu):

Memphis-San Antonio  104-86 (3-1)

Dallas-Portland  93-82 (3-2)

Denver-Oklahoma  104-101 (1-3)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×