San Antonio aftur undir - ótrúleg endurkoma Portland Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2011 11:00 Leikmenn Memphis Grizzlies fagna í nótt. Mynd/AP Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Þrír leikir fóru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og því nóg um að vera í úrslitakeppninni en fyrsta umferðin stendur nú sem hæst. San Antonio, liðið sem varð í fyrsta sæti í Vesturdeildinni, er aftur lent undir í rimmu sinni gegn Memphis, 2-1. Memphis vann leik liðanna í nótt, 91-88. Ef þetta heldur áfram á þessari braut verður Memphis aðeins fjórða liðið í sögunni sem slær úr deildarmeistara í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, hvort sem er í austrinu eða vestrinu. Zach Randolph fór mikinn í nótt og skoraði 25 stig, þar af setti hann niður þriggja stiga körfu þegar 41,9 sekúnda var til leiksloka. Sú karfa fór langt með að tryggja Memphis sigurinn. Marc Gasol bætti við sautján stigum, Mike Conley var með fjórtán og OJ Mayo tíu. Hjá San Antonio, sem lengi vel var með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni í vetur, var Manu Ginobili með 23 stig, Tony Parker sextán, Tim Duncan þrettán og George Hill ellefu. San Antonio leiddi aðeins í upphafi leiksins og aldrei eftir að staðan var 12-11, liðinu í hag. Memphis komst mest fimmtán stigum yfir en það var engu að síður mikil spenna á lokamínútum leiksins. Oklahoma City vann Denver, 97-94, og komst þar með í 3-0 í rimmu liðanna. Leikurinn fór fram í Denver þar sem að liðin mætast aftur aðfaranótt þriðjudags. Þá getur Oklahoma City tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook fóru sem fyrr mikinn í liði Oklahoma City en sigurinn var engu að síður tæpur. Það munaði reyndar gríðarlega miklu um Serge Ibaka í nótt en hann skoraði 22 stig og tók sextán fráköst fyrir Oklahoma City. Durant skoraði 26 stig og Westbrook 23. En það var Ibaka sem setti niður mikilvæga körfu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og dugði Oklahoma City til sigurs. Hjá Denver voru þrír leikmenn með fimmtán stig - þeir Kenyon Martin, Nene og JR Smith. Arron Affalo og Chris Anderson skoruðu þrettán hvor. Portland vann Dallas, 84-82, og jafnaði þar með metin í rimmunni í 2-2. Brandon Roy var frábær í liði Portland en hann skoraði körfu þegar 40 sekúndur voru eftir og tryggði í raun sigur sinna manna í leiknum. Portland hefur því unnið tvo leiki í röð og náð að jafna metin í rimmunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Stórglæsileg endurkoma hjá liðinu sem má greinilega ekki afskrifa. Roy skoraði 24 stig í leiknum, þar af átján í fjórða leikhluta. Portland lenti mest 23 stigum undir í leiknum en náði að komast yfir og vinna leikinn. Það er aðeins í þriðja sinn í sögunni síðan að skotklukkan var tekin upp að liði í úrslitakeppninni nær að vinna upp minnst átján stiga forystu andstæðingsins í leik. Dirk Nowitzky skoraði 20 stig fyrir Dallas og Jason Terry þrettán. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland og Gerrard Wallace var með tíu stig og ellefu. Körfuboltaunnendur munu hafa nóg að gera í dag því að það verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu. Klukkan 17.00 verður leikur Philadelphia og Miami í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Svo, klukkan 19.30, verður leikur Boston og New York í beinni á NBA TV sem er á rás 48 á Digital Ísland.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira