NBA: Boston í lykilstöðu - Lakers settist í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2011 11:00 Rondo gaf 20 stoðsendingar sem er félagsmet Mynd. / AP Rondo setti félagsmet er hann gaf 20 stoðsendingarBoston Celtics kom sér heldur betur í góða stöðu gegn New York Knicks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA, en þeir grænklæddu unnu sannfærandi sigur, 113 -96, í Madison Square Garden og leiða einvígið 3-0. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð og því vantar Boston aðeins einn sigur til viðbótar. Paul Pierce skoraði 38 stig, Ray Allen 32, en maður leiksins var líklega Rajon Rondo, leikmaður Boston sem skorðai 15 stig, sendi 20 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Boston getur sópað New York Knicks í sumarfrí á sunnudaginn en Knicks hefur ekki leikið í úrslitakeppninni í sjö ár og allt bendir til þess að stoppið verði stutt. Pau Gasol er mætturLos Angeles Lakers sigraði New Orleans Hornets, 100-86 , í þriðja leik liðanna og komust því yfir 2-1 í einvíginu. Lakers hafði yfirhöndina allan tíman og gríðarlega mikilvægur sigur staðreynd. Pau Gasol, leikmaður L.A. Lakers mætti loksins til leiks í úrslitakeppninni en hann hefur verið nokkuð dapur hingað til. Gasol gerði 17 stig og tók 10 fráköst. Þetta var 80. leikur Kobe Bryant í úrslitakeppninni þar sem leikmaðurinn skorar 30 stig eða meira, aðeins einn leikmaður í sögunni hefur náð betri árangri en Michael Jordan gerði slíkt í 109 leikjum á sínum ferli. Chris Paul, leikmaður New Orleans Hornets, skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar en það dugði ekki til. Hornets náðu að elta Lakers stórann part af leiknum en í lokin þá varð munurinn of mikill og því fór sem fór. Næsti leikur liðanna verður á sunnudaginn í New Orleans. Jamal Crawford sýndi stáltaugarAtlanta Hawks unnu Orlando Magic, 88-84, í virkilega spennandi leik, en með sigrinum komust Atlanta menn í 2-1 í einvíginu. Jafnræði var á liðinum nánast allan leikinn en heimamenn í Hawks voru alltaf einu skrefi á undan. Þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum setti maður leiksins , Jamal Crawford, leikmaður Atlanta Hawks, niður þriggja stiga körfu og kom heimamönnum fjórum stigum yfir. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur hjá Atlanta Hawks sem leiða einvígið 2-1. Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir Atlanta og var atkvæðamestur hjá heimamönnum. Dwight Howard, leikmaður Orlando Magic, gerði 21 stig og tók 15 fráköst. NBA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Rondo setti félagsmet er hann gaf 20 stoðsendingarBoston Celtics kom sér heldur betur í góða stöðu gegn New York Knicks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA, en þeir grænklæddu unnu sannfærandi sigur, 113 -96, í Madison Square Garden og leiða einvígið 3-0. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð og því vantar Boston aðeins einn sigur til viðbótar. Paul Pierce skoraði 38 stig, Ray Allen 32, en maður leiksins var líklega Rajon Rondo, leikmaður Boston sem skorðai 15 stig, sendi 20 stoðsendingar og tók 11 fráköst. Boston getur sópað New York Knicks í sumarfrí á sunnudaginn en Knicks hefur ekki leikið í úrslitakeppninni í sjö ár og allt bendir til þess að stoppið verði stutt. Pau Gasol er mætturLos Angeles Lakers sigraði New Orleans Hornets, 100-86 , í þriðja leik liðanna og komust því yfir 2-1 í einvíginu. Lakers hafði yfirhöndina allan tíman og gríðarlega mikilvægur sigur staðreynd. Pau Gasol, leikmaður L.A. Lakers mætti loksins til leiks í úrslitakeppninni en hann hefur verið nokkuð dapur hingað til. Gasol gerði 17 stig og tók 10 fráköst. Þetta var 80. leikur Kobe Bryant í úrslitakeppninni þar sem leikmaðurinn skorar 30 stig eða meira, aðeins einn leikmaður í sögunni hefur náð betri árangri en Michael Jordan gerði slíkt í 109 leikjum á sínum ferli. Chris Paul, leikmaður New Orleans Hornets, skoraði 22 stig og gaf átta stoðsendingar en það dugði ekki til. Hornets náðu að elta Lakers stórann part af leiknum en í lokin þá varð munurinn of mikill og því fór sem fór. Næsti leikur liðanna verður á sunnudaginn í New Orleans. Jamal Crawford sýndi stáltaugarAtlanta Hawks unnu Orlando Magic, 88-84, í virkilega spennandi leik, en með sigrinum komust Atlanta menn í 2-1 í einvíginu. Jafnræði var á liðinum nánast allan leikinn en heimamenn í Hawks voru alltaf einu skrefi á undan. Þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum setti maður leiksins , Jamal Crawford, leikmaður Atlanta Hawks, niður þriggja stiga körfu og kom heimamönnum fjórum stigum yfir. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur hjá Atlanta Hawks sem leiða einvígið 2-1. Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir Atlanta og var atkvæðamestur hjá heimamönnum. Dwight Howard, leikmaður Orlando Magic, gerði 21 stig og tók 15 fráköst.
NBA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira