NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 11:00 NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1) NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.Dwyane Wade var með 32 stig og 10 fráköst og LeBron James bætti við 24 stigum og 15 fráköstum þegar Miami Heat vann 100-94 útisigur á Philadelphia 76ers. Chris Bosh bætti við 19 stigum fyrir Miami-liðið sem lenti tíu stigum undir í byrjun en kom til baka og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að slá út Philadelphia. „Svona sáum við þetta fyrir okkur," sagði LeBron James eftir leikinn en maður leiksins var hinsvegar Wade sem fór á kostum. „Hann gerði sér grein fyrir því að við þurftum á aðeins meiru að halda frá honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. Wade glímdi við mígrenishausverki í 36 tíma milli leikja eitt og tvö en var nú laus við sú veikindi. „Mér leið miklu betur og spilaði líka betur. Ég held að liðsfélagarnir hafi líka séð það fljótt," sagði Dwyane Wade. Elton Brand skoraði 21 stig og tók 11 fráköst hjá Philadelphia, Jrue Holiday skoraði 20 stig og Lou Williams var með 15 stig. Fjórði leikurinn er í Philadelphia á sunnudaginn.Mynd/APDerrick Rose skoraði 23 stig og skoraði mikilvæga körfu 17,8 sekúndum fyrir leikslok þegar Chicago Bulls vann 88-84 útisigur á Indiana Pacers. Rose skoraði 13 af stigum sínum í leiknum af vítalínunni en umrædd karfa var sú eina sem hann skoraði í seinni hálfleiknum. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kyle Korver var með 12 stig. Danny Granger skoraði 21 stig fyrir Indiana og átti möguleika að tryggja Indiana sigur í stöðunni 86-84 fyrir Chicago þegar 3 sekúndur voru eftir. Hann klikkaði hinsvegar á þriggja stiga skoti, Ronnie Brewer tók frákastið og setti síðan niður tvö víti þegar var brotið á honum.Wesley Matthews skoraði 25 stig fyrir Portland Trail Blazers sem vann 97-92 heimasigur á Dallas Mavericks og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. LaMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland og Brandon Roy kom með 16 stig inn af bekknum. Jason Terry átti stórleik fyrir Dallas og skoraði 29 stig. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:Mynd/AP- Austurdeildin - Indiana Pacers-Chicago Bulls 84-88 (Staðan er 0-3) Philadelphia 76ers-Miami Heat 94-100 (0-3)- Vesturdeildin - Portland Trail Blazers-Dallas Mavericks 97-92 (1-2)Leikir í kvöld og nótt:- Austurdeildin - New York Knicks-Boston Celtics (Staðan er 0-2) Atlanta Hawks-Orlando Magic (1-1)- Vesturdeildin - New Orleans Hornets-Los Angeles Lakers (1-1)
NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti