Vettel fannst skrítinn tilfinning að horfa á lokasprett tímatökunnar 7. maí 2011 15:11 Nico Rosberg, Sebastian Vettel og Mark Webber eru þrír fremstu menn á ráslínunni í tyrkneska kappakstrinum á morgun. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull er fremstur á ráslínu í fjórða skipti í fjórum mótum á þessu keppnistímabili. Hann náði besta tíma í tímatökum fyrir tyrkneska kappaksturinn sem er á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Vettel keyrði bíl sinn útaf á æfingu í gær og tapaði af dýrmætum æfingatíma. Gat ekki ekið á seinni föstudagsæfingunni. Hann hann var sáttur við dagsverkið í dag. „Ég er ánægður með árangurinn. Það gekk ekki vandræðalaust í morgun og við þurftum að gera mikið. Ég kann vel bið brautina og það hjálpar og það gott að finna að ég þurfti ekki marga hringi til að ná takti", sagði Vettel á fréttamannafundi í dag. Red Bull ökumennirnir skipulögðu tímatökuna þannig að Vettel og Mark Webber óku ekki síðustu mínútur tímatökunnar. „Þetta var fyndið, þar sem við Mark ákvaðum í lokahluta tímatökunnar að sleppa seinni tilraun okkar og það er skrítinn tilfinning að sjá aðra í brautinni og vita að þeir geta slegið þér við. Ég gat bara horft á og ekkert hægt að gera. Auðvitað er gott að hafa sparað dekk fyrir morgundaginn, en þetta er skrítinn tilfinning og ég er auðvitað ánægður." Aðspurður um væntanlega keppni sagði Vettel: „Þetta verður erfið keppni, að höndla dekkin. Við sjáum hvað við tökum mörg hlé. Ég krosslegg fingurna og vona að við verðum í talsambandi alla keppnina. Það kemur sér vel þegar kemur að því að passa upp á dekkin", sagði Vettel, sem missti samband við liðið í Kína. „Sjálfstraustið er í lagi fyrir mótið. Við erum með góðan bíl. Vonandi verður hasarinn fyrir aftan okkur fyrir áhorfendur. En þetta verður vandasamt mót", sagði Vettel.Brautarlýsing fyrir Istanbúl Park Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er fremstur á ráslínu í fjórða skipti í fjórum mótum á þessu keppnistímabili. Hann náði besta tíma í tímatökum fyrir tyrkneska kappaksturinn sem er á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Vettel keyrði bíl sinn útaf á æfingu í gær og tapaði af dýrmætum æfingatíma. Gat ekki ekið á seinni föstudagsæfingunni. Hann hann var sáttur við dagsverkið í dag. „Ég er ánægður með árangurinn. Það gekk ekki vandræðalaust í morgun og við þurftum að gera mikið. Ég kann vel bið brautina og það hjálpar og það gott að finna að ég þurfti ekki marga hringi til að ná takti", sagði Vettel á fréttamannafundi í dag. Red Bull ökumennirnir skipulögðu tímatökuna þannig að Vettel og Mark Webber óku ekki síðustu mínútur tímatökunnar. „Þetta var fyndið, þar sem við Mark ákvaðum í lokahluta tímatökunnar að sleppa seinni tilraun okkar og það er skrítinn tilfinning að sjá aðra í brautinni og vita að þeir geta slegið þér við. Ég gat bara horft á og ekkert hægt að gera. Auðvitað er gott að hafa sparað dekk fyrir morgundaginn, en þetta er skrítinn tilfinning og ég er auðvitað ánægður." Aðspurður um væntanlega keppni sagði Vettel: „Þetta verður erfið keppni, að höndla dekkin. Við sjáum hvað við tökum mörg hlé. Ég krosslegg fingurna og vona að við verðum í talsambandi alla keppnina. Það kemur sér vel þegar kemur að því að passa upp á dekkin", sagði Vettel, sem missti samband við liðið í Kína. „Sjálfstraustið er í lagi fyrir mótið. Við erum með góðan bíl. Vonandi verður hasarinn fyrir aftan okkur fyrir áhorfendur. En þetta verður vandasamt mót", sagði Vettel.Brautarlýsing fyrir Istanbúl Park
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira