NBA: Miami komið í 2-0 á móti Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2011 09:00 LeBron James. Mynd/AP Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli. LeBron James skoraði 24 af 35 stigum sínum í seinni hálfleiknum þegar Miami Heat vann 102-91 sigur á Boston Celtics. Miami vann því báða heimaleiki sína en næstu tveir leikir verða spilaðir í Boston. Það er samt langt í leik þrjú sem verður ekki fyrr en á laugardaginn. Miami gerði út um leikinn með frábærum 14-0 spretti í lokaleikhlutanum þegar liðið breytti stöðunni úr 80-80 í 94-80 en Boston-menn klikkuðu þá á sex skotum í röð. „Við erum ánægðir með þetta en vitum að þetta envígi er langt, langt, langt frá því að vera búið. Núna fer ballið fyrst að byrja," sagði LeBron James eftir leikinn. Dwyane Wade var með 28 stig fyrir Miami og Chris Bosh bætti við 17 stigum og 11 fráköstum. Rajon Rondo var með 20 stig og 12 stoðsendingar fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 16 stig. Paul Pierce skoraði 11 stig en Ray Allen (7 stig) hitti aðeins úr 2 af 7 skotum sínum í leiknum.Kevin Durant og Zach Randolph.Mynd/APKevin Durant skoraði 26 stig og James Harden kom með 21 stig af bekknum þegar Oklahoma City Thunder vann 111-102 sigur á Memphis Grizzlies og jafnaði einvígið í 1-1. Russell Westbrook var með 24 stig hjá Thunder-liðinu og Eric Maynor skoraði 15 stig. Bekkurinn hjá Oklahoma City gerði gæfumuninn og voru í aðalhlutverki þegar liðið náði 18-6 spretti í byrjun fjórða leikhlutans. Oklahoma City komst 21 stigi yfir í lokaleikhlutanum en Memphis náði að minnka það forskot niður í 6 stig. Mike Conley skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Memphis en aðalmenn í sigrinum í fyrsta leiknum, Zach Randolph og Marc Gasol, nýttu saman aðeins 5 af 22 skotum sínum í leiknum nótt. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:LeBron James og Ray Allen.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks mætast í kvöld í Chicago (Staðan er 0-1) Miami Heat-Boston Celtics 102-91 (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks mætast í kvöld í LA (Staðan er 0-1) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies 111-102 (Staðan er 1-1) NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Miami Heat er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 11 stiga sigur á Boston Celticsí nótt en Oklahoma City Thunder náði hinsvegar að jafna einvígi sitt á móti Memphis Grizzlies sem hafði unnið fyrsta leikinn á útivelli. LeBron James skoraði 24 af 35 stigum sínum í seinni hálfleiknum þegar Miami Heat vann 102-91 sigur á Boston Celtics. Miami vann því báða heimaleiki sína en næstu tveir leikir verða spilaðir í Boston. Það er samt langt í leik þrjú sem verður ekki fyrr en á laugardaginn. Miami gerði út um leikinn með frábærum 14-0 spretti í lokaleikhlutanum þegar liðið breytti stöðunni úr 80-80 í 94-80 en Boston-menn klikkuðu þá á sex skotum í röð. „Við erum ánægðir með þetta en vitum að þetta envígi er langt, langt, langt frá því að vera búið. Núna fer ballið fyrst að byrja," sagði LeBron James eftir leikinn. Dwyane Wade var með 28 stig fyrir Miami og Chris Bosh bætti við 17 stigum og 11 fráköstum. Rajon Rondo var með 20 stig og 12 stoðsendingar fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 16 stig. Paul Pierce skoraði 11 stig en Ray Allen (7 stig) hitti aðeins úr 2 af 7 skotum sínum í leiknum.Kevin Durant og Zach Randolph.Mynd/APKevin Durant skoraði 26 stig og James Harden kom með 21 stig af bekknum þegar Oklahoma City Thunder vann 111-102 sigur á Memphis Grizzlies og jafnaði einvígið í 1-1. Russell Westbrook var með 24 stig hjá Thunder-liðinu og Eric Maynor skoraði 15 stig. Bekkurinn hjá Oklahoma City gerði gæfumuninn og voru í aðalhlutverki þegar liðið náði 18-6 spretti í byrjun fjórða leikhlutans. Oklahoma City komst 21 stigi yfir í lokaleikhlutanum en Memphis náði að minnka það forskot niður í 6 stig. Mike Conley skoraði 24 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Memphis en aðalmenn í sigrinum í fyrsta leiknum, Zach Randolph og Marc Gasol, nýttu saman aðeins 5 af 22 skotum sínum í leiknum nótt. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar:LeBron James og Ray Allen.Mynd/APAusturdeildin Chicago Bulls-Atlanta Hawks mætast í kvöld í Chicago (Staðan er 0-1) Miami Heat-Boston Celtics 102-91 (Staðan er 2-0)Vesturdeildin Los Angeles Lakers-Dallas Mavericks mætast í kvöld í LA (Staðan er 0-1) Oklahoma City Thunder-Memphis Grizzlies 111-102 (Staðan er 1-1)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira