Liverpool borgaði mest fyrir stigin sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2011 14:45 Kenny Dalglish þjálfari Liverpool með þeim Andy Carroll og Luis Suarez. Mynd/Getty Images Blackpool fékk flest stig fyrir peninginn en Liverpool fæst á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan Blackpool greiddi tæpa hálfa milljón punda á hvert safnað stig varði rauði herinn frá Liverpool rúmum tveimur milljónum punda á stig. Þetta er niðurstaðan þegar launakostnaður liðanna er borinn saman við stigin sem liðin söfnuðu í leikjunum 38 í vetur. Það var vefsíðan sportingintelligence.com sem tók saman. Töfluna með liðunum tuttugu má sjá hér. Við útreikningana voru heildarlaun keppnisliðanna tímabilið 2009-2010 skoðuð en þar er miðað við laun til allra sem koma að keppnisliði félagsins; leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn. Laun sem félögin sjálf greiða til starfsmanna félagsins í skrifstofustörfum og svipuðum shlutverkum voru ekki talin með. Laun liðanna sem spiluðu í Championship deildinni þ.e. Blackpool, Newcastle og West Brom voru umreiknuð miðað við að um úrvalsdeildarlið væri að ræða. Þá voru laun allra liðanna tuttugu umreiknuð með tilliti til verðbólgu frá tímabilinu 2009-2010 til nýlokins tímabils. Að lokum var deilt með stigafjölda hvers liðs í lok tímabilsins. Ýmislegt vekur athygli þegar taflan er skoðuð. Árangur Avram Grant með West Ham liðið lítur enn verr út enda greiddi liðið aðeins skör lægra fyrir hvert stig sitt og Englandsmeistararnir frá Manchester. Margir hefðu eflaust reiknað með lærisveinum Arsene Wenger ofar í töflunni enda hefur hagfræðingurinn franski löngum verið talinn afar skynsamur þegar kemur að peningum. Engum ætti þó að koma á óvart að Chelsea og Man City verma botnsætin ásamt Liverpool. Hvernig árangri ætli Ian Holloway, Mick McCarthy og Roy Hodgson gætu náð með félög í eigu moldríkra viðskiptamanna? Í tilfelli Hodgson má segja að hann hafi klúðrað sínu tækifæri fyrr í vetur en áhugavert væri að sjá hvort menn á borð við Holloway og McCarthy gætu gert jafn góða hluti með stjörnum prýdd lið líkt og þeir hafa gert með óskrifuðu blöð sín, Blackpool og Wolves. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira
Blackpool fékk flest stig fyrir peninginn en Liverpool fæst á nýlokinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan Blackpool greiddi tæpa hálfa milljón punda á hvert safnað stig varði rauði herinn frá Liverpool rúmum tveimur milljónum punda á stig. Þetta er niðurstaðan þegar launakostnaður liðanna er borinn saman við stigin sem liðin söfnuðu í leikjunum 38 í vetur. Það var vefsíðan sportingintelligence.com sem tók saman. Töfluna með liðunum tuttugu má sjá hér. Við útreikningana voru heildarlaun keppnisliðanna tímabilið 2009-2010 skoðuð en þar er miðað við laun til allra sem koma að keppnisliði félagsins; leikmenn, þjálfarar og aðrir starfsmenn. Laun sem félögin sjálf greiða til starfsmanna félagsins í skrifstofustörfum og svipuðum shlutverkum voru ekki talin með. Laun liðanna sem spiluðu í Championship deildinni þ.e. Blackpool, Newcastle og West Brom voru umreiknuð miðað við að um úrvalsdeildarlið væri að ræða. Þá voru laun allra liðanna tuttugu umreiknuð með tilliti til verðbólgu frá tímabilinu 2009-2010 til nýlokins tímabils. Að lokum var deilt með stigafjölda hvers liðs í lok tímabilsins. Ýmislegt vekur athygli þegar taflan er skoðuð. Árangur Avram Grant með West Ham liðið lítur enn verr út enda greiddi liðið aðeins skör lægra fyrir hvert stig sitt og Englandsmeistararnir frá Manchester. Margir hefðu eflaust reiknað með lærisveinum Arsene Wenger ofar í töflunni enda hefur hagfræðingurinn franski löngum verið talinn afar skynsamur þegar kemur að peningum. Engum ætti þó að koma á óvart að Chelsea og Man City verma botnsætin ásamt Liverpool. Hvernig árangri ætli Ian Holloway, Mick McCarthy og Roy Hodgson gætu náð með félög í eigu moldríkra viðskiptamanna? Í tilfelli Hodgson má segja að hann hafi klúðrað sínu tækifæri fyrr í vetur en áhugavert væri að sjá hvort menn á borð við Holloway og McCarthy gætu gert jafn góða hluti með stjörnum prýdd lið líkt og þeir hafa gert með óskrifuðu blöð sín, Blackpool og Wolves.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Sjá meira