NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2011 09:00 LeBron James fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. Miami vann leikinn í nótt 83-80 þökk sé frábærum 18-3 endaspretti þar sem liðið vann upp tólf stiga forskot Chicago og tryggði sér sigurinn. LeBron James og Dwyane Wade skoruðu báðir átta stig á þessum þremur síðustu mínútum leiksins en það leit út fyrir að Bulls-liðið væri búið að tryggja sér annan leik þegar liðið var 77-65 yfir og aðeins um þrjár mínútur eftir. „Þið sjáið að við höfum tvo, þrjá leikmenn sem óttast ekkert. Chris bættist í hópinn og setti niður vítin sem hann átti að setja niður. LeBron og Dwyane voru í basli stærsta hluta leiksins en þeir settu síðan niður mikilvæg skot í lokin," sagði Pat Riley, forseti Miami en það var einmitt hann sem sá til þess að Miami fékk þá LeBron James og Chris Bosh til að spila með Dwyane Wade.LeBron James og Dwyane Wade.Mynd/APLeBron James skoraði 28 stig í leiknum og Dwyane Wade var með 21 stig. James var auk þess með 11 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Chris Bosh var síðan með 20 stig og 10 fráköst en fyrir utan þríeykið var Mike Miller stigahæstur með 7 stig. Bulls-liðið burstaði fyrsta leikinn en Miami svaraði með því að vinna fjóra leiki í röð. Þetta voru allt jafnir leikir þar sem liðið sem gat ekki klárað slíka leiki í deildarkeppninni er búið að tileinka sér þá list betur en flestir í úrslitakeppninni. „Við þurftum að komast í gegnum mikið mótlæti. Þessi slæmi kafli í mars þar sem við töpuðu fimm jöfnum leikjum í röð hjálpaði okkur á endanum. Eins sársaukafullt og það var þá þurftum við að fara í gegnum þann eld saman til að ná upp sjálfstrausti fyrir úrslitakeppnina," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Erik Spoelstra, þjálfari Miami, með bikarinn.Mynd/APDerrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 25 stig en hann kenndi sjálfum sér um í lokin. Rose hitti aðeins úr 9 af 29 skotum sínum, braut á Wade í þriggja stiga skoti í lokin sem gaf Miami fjögur stig á einu bretti og klikkaði síðan á víti 26,7 sekúndum fyrir leikslok þegar hann gat jafnað leikinn. „Í lokin þá er það ég sem fór með þetta hjá okkur. Tapaðir boltar, misheppnuð skot og villur. Þetta kláraði seríuna," sagði Derrick Rose.Mynd/AP„Allir þessir leikir réðustu ekki fyrr en í lokin. Við vorum með forystuna í kvöld en tókst ekki að haldast á henni. Vonandi getum við lært af því að haldið áfram. Þessi reynsla ætti að ýta okkur út í að reyna að gera enn betur á næsta tímabili," sagði Thibodeau, þjálfari Chicago. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 þar sem lið fór áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í seríunni með meira en 20 stigum. Phoenix tókst það árið 1995 en síðan höfðu 23 lið dottið úr keppni áður en Miami svaraði stórtapinu í fyrsta leik með því að vinna fjóra leiki í röð og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Fyrsti leikur lokaúrslitanna á milli Dallas og Miami fer fram í Miami þriðjudaginn 31. maí næstkomandi. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. Miami vann leikinn í nótt 83-80 þökk sé frábærum 18-3 endaspretti þar sem liðið vann upp tólf stiga forskot Chicago og tryggði sér sigurinn. LeBron James og Dwyane Wade skoruðu báðir átta stig á þessum þremur síðustu mínútum leiksins en það leit út fyrir að Bulls-liðið væri búið að tryggja sér annan leik þegar liðið var 77-65 yfir og aðeins um þrjár mínútur eftir. „Þið sjáið að við höfum tvo, þrjá leikmenn sem óttast ekkert. Chris bættist í hópinn og setti niður vítin sem hann átti að setja niður. LeBron og Dwyane voru í basli stærsta hluta leiksins en þeir settu síðan niður mikilvæg skot í lokin," sagði Pat Riley, forseti Miami en það var einmitt hann sem sá til þess að Miami fékk þá LeBron James og Chris Bosh til að spila með Dwyane Wade.LeBron James og Dwyane Wade.Mynd/APLeBron James skoraði 28 stig í leiknum og Dwyane Wade var með 21 stig. James var auk þess með 11 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Chris Bosh var síðan með 20 stig og 10 fráköst en fyrir utan þríeykið var Mike Miller stigahæstur með 7 stig. Bulls-liðið burstaði fyrsta leikinn en Miami svaraði með því að vinna fjóra leiki í röð. Þetta voru allt jafnir leikir þar sem liðið sem gat ekki klárað slíka leiki í deildarkeppninni er búið að tileinka sér þá list betur en flestir í úrslitakeppninni. „Við þurftum að komast í gegnum mikið mótlæti. Þessi slæmi kafli í mars þar sem við töpuðu fimm jöfnum leikjum í röð hjálpaði okkur á endanum. Eins sársaukafullt og það var þá þurftum við að fara í gegnum þann eld saman til að ná upp sjálfstrausti fyrir úrslitakeppnina," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Erik Spoelstra, þjálfari Miami, með bikarinn.Mynd/APDerrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 25 stig en hann kenndi sjálfum sér um í lokin. Rose hitti aðeins úr 9 af 29 skotum sínum, braut á Wade í þriggja stiga skoti í lokin sem gaf Miami fjögur stig á einu bretti og klikkaði síðan á víti 26,7 sekúndum fyrir leikslok þegar hann gat jafnað leikinn. „Í lokin þá er það ég sem fór með þetta hjá okkur. Tapaðir boltar, misheppnuð skot og villur. Þetta kláraði seríuna," sagði Derrick Rose.Mynd/AP„Allir þessir leikir réðustu ekki fyrr en í lokin. Við vorum með forystuna í kvöld en tókst ekki að haldast á henni. Vonandi getum við lært af því að haldið áfram. Þessi reynsla ætti að ýta okkur út í að reyna að gera enn betur á næsta tímabili," sagði Thibodeau, þjálfari Chicago. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 þar sem lið fór áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í seríunni með meira en 20 stigum. Phoenix tókst það árið 1995 en síðan höfðu 23 lið dottið úr keppni áður en Miami svaraði stórtapinu í fyrsta leik með því að vinna fjóra leiki í röð og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Fyrsti leikur lokaúrslitanna á milli Dallas og Miami fer fram í Miami þriðjudaginn 31. maí næstkomandi.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins