Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2011 16:15 Grafík/Vísir.is Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. „Hann lítur á alla leiki sem úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu", segir Piqué um félaga sinn sem ætti samkvæmt því að vera laus við allan sviðskrekk á laugardagskvöldið. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. „Hann lítur á alla leiki sem úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu", segir Piqué um félaga sinn sem ætti samkvæmt því að vera laus við allan sviðskrekk á laugardagskvöldið.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00
Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15
Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00