Handbolti

Tyrknesku stelpurnar komust ekki til landsins - hætt við leikina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mynd/Ole Nielsen
Handknattleikssambandið hefur orðið að hætta við heimsókn tyrkneska kvennalandsliðsins til Íslands og er það vegna eldgosins í Grímsvötnum. Leikirnir áttu að fara fram í dag, mánudag og svo á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.

Kvennalandsliðið er að undirbúa sig fyrir umspilsleiki við Úkraínu þar sem er í boði sæti á HM í handbolta í Brasilíu í desember. Íslenska liðið mun einnig spila við sænska landsliðið seinna í mánuðinum.

Í staðinn fyrir leikina við Tyrki munu íslensku stelpurnar leika æfingarleiki við u-17 ára landslið karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×