Nowitzki lét veikindin ekki stöðva sig - Dallas jafnaði metin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. júní 2011 09:00 Dirk Nowitzki skorar hér gegn Joel Anthony í leiknum í gær. AP Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira