Rory McIlroy sigraði með fáheyrðum yfirburðum á US Open Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. júní 2011 23:32 Rory McIlroy sigraði með ótrúlegum yfirburðum á opna bandaríska meistaramótinu. AFP Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi með fáheyrðum yfirburðum og skrifaði hinn 22 ára gamli kylfingur marga kafla í metabókum golfíþróttarinnar. McIlroy var efstu alla fjóra keppnisdagana og hann setti mótsmet með því að leika á – 16.Lokastaðan: Gamla metið var í eigu Tiger Woods sem lék samtals á -12 árið 2000 á Pebble Beach. Yfirburðir McIlroy voru gríðarlegir á Congressional vellinum og virtist sem að hinn ungi Norður-Íri væri að leika sér í tölvuleik en hann gerði nánast engin mistök alla fjóra keppnisdagana. Jason Day frá Ástralíu lék vel á lokahringnum og endaði hann í öðru sæti á -8. Day lék 45 holur í röð á mótinu án þess að fá skolla. Y.E Yang frá Suður-Kóreu náði sér ekki á strik á lokadeginum en hann mátti sætta sig við að enda í 3. sæti á -6 ásamt fleiri kylfingum eftir að hafa gert ótal mistök á lokaholunum. Þetta er annað árið í röð sem sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu kemur frá Norður-Írlandi en Graeme McDowell sigraði í fyrra. McDowell blandaði sér aldrei í baráttuna en hann lék samtals á -2 og endaði í 14.-19. sæti. Hinn 22 ára gamli McIlroy er yngsti sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu frá því að Bobby Jones sigraði á mótinu árið 1923. Þetta er aðeins fjórði sigur hans á atvinnumóti á ferlinum. Hann hefur tvisvar sigrað á Evrópumótaröðinni og einu sinni á bandarísku PGA mótaröðinni. Að sjálfsögðu er þetta besti árangur hans á stórmóti. Hann varð 15. á Mastersmótinu á þessu ári eftir að hafa verið efstur í 63 holur af alls 72. Í fyrra endaði hann í þriðja sæti á opna breska meistaramótinu og hann hefur tvívegis endað í þriðja sæti á PGA meistaramótinu. McIlroy er yngsti evrópski kylfingurinn sem sigrar á stórmóti frá því að Tom Morris Jr. sigraði á opna breska meistaramótinu fyrir um 140 árum. Stórmótin fjögur sem fram fara í atvinnugolfinu árlega eru: Mastersmótið á Augusta, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. McIlroy setti mótsmet með lægsta skori frá upphafi á opna bandaríska eftir 36 holur og 54 holur. Besta skor á þessu móti var -12 en það setti Tiger Woods árið 2000 á Pebble Beach. Phil Mickelson náði sér aldrei á strik á þessu stórmóti sem hann hefur enn ekki náð að vinna. Mickelson endaði um miðjan hóp á samtals +7. Luke Donald, efsti kylfingur heimslistans, náði ekki að brjóta ísinn og vinna stórmót í fyrsta sinn. Donald lék vel á lokahringnum eða 69 höggum, en samtals var hann á +4 í kringum 40. sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi sem er í þriðja sæti heimslistans var langt frá sínu besta og lék samtals á +3. Greg Norman, eða „Hvíti hákarlinn" sagði í sjónvarpsviðtali að golfveröldin hafi misst einn af mestu snillingum golfsögunnar, Seve Ballesteros, sem lést nýverið eftir erfið veikindi. Norman bætti því við að nýr „snillingur" væri komin á sjónarsviðið. Rory McIlroy, frá Norður-Írlandi. Golf Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
Rory McIlroy frá Norður-Írlandi sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi með fáheyrðum yfirburðum og skrifaði hinn 22 ára gamli kylfingur marga kafla í metabókum golfíþróttarinnar. McIlroy var efstu alla fjóra keppnisdagana og hann setti mótsmet með því að leika á – 16.Lokastaðan: Gamla metið var í eigu Tiger Woods sem lék samtals á -12 árið 2000 á Pebble Beach. Yfirburðir McIlroy voru gríðarlegir á Congressional vellinum og virtist sem að hinn ungi Norður-Íri væri að leika sér í tölvuleik en hann gerði nánast engin mistök alla fjóra keppnisdagana. Jason Day frá Ástralíu lék vel á lokahringnum og endaði hann í öðru sæti á -8. Day lék 45 holur í röð á mótinu án þess að fá skolla. Y.E Yang frá Suður-Kóreu náði sér ekki á strik á lokadeginum en hann mátti sætta sig við að enda í 3. sæti á -6 ásamt fleiri kylfingum eftir að hafa gert ótal mistök á lokaholunum. Þetta er annað árið í röð sem sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu kemur frá Norður-Írlandi en Graeme McDowell sigraði í fyrra. McDowell blandaði sér aldrei í baráttuna en hann lék samtals á -2 og endaði í 14.-19. sæti. Hinn 22 ára gamli McIlroy er yngsti sigurvegarinn á opna bandaríska meistaramótinu frá því að Bobby Jones sigraði á mótinu árið 1923. Þetta er aðeins fjórði sigur hans á atvinnumóti á ferlinum. Hann hefur tvisvar sigrað á Evrópumótaröðinni og einu sinni á bandarísku PGA mótaröðinni. Að sjálfsögðu er þetta besti árangur hans á stórmóti. Hann varð 15. á Mastersmótinu á þessu ári eftir að hafa verið efstur í 63 holur af alls 72. Í fyrra endaði hann í þriðja sæti á opna breska meistaramótinu og hann hefur tvívegis endað í þriðja sæti á PGA meistaramótinu. McIlroy er yngsti evrópski kylfingurinn sem sigrar á stórmóti frá því að Tom Morris Jr. sigraði á opna breska meistaramótinu fyrir um 140 árum. Stórmótin fjögur sem fram fara í atvinnugolfinu árlega eru: Mastersmótið á Augusta, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. McIlroy setti mótsmet með lægsta skori frá upphafi á opna bandaríska eftir 36 holur og 54 holur. Besta skor á þessu móti var -12 en það setti Tiger Woods árið 2000 á Pebble Beach. Phil Mickelson náði sér aldrei á strik á þessu stórmóti sem hann hefur enn ekki náð að vinna. Mickelson endaði um miðjan hóp á samtals +7. Luke Donald, efsti kylfingur heimslistans, náði ekki að brjóta ísinn og vinna stórmót í fyrsta sinn. Donald lék vel á lokahringnum eða 69 höggum, en samtals var hann á +4 í kringum 40. sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi sem er í þriðja sæti heimslistans var langt frá sínu besta og lék samtals á +3. Greg Norman, eða „Hvíti hákarlinn" sagði í sjónvarpsviðtali að golfveröldin hafi misst einn af mestu snillingum golfsögunnar, Seve Ballesteros, sem lést nýverið eftir erfið veikindi. Norman bætti því við að nýr „snillingur" væri komin á sjónarsviðið. Rory McIlroy, frá Norður-Írlandi.
Golf Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti