Handbolti

Gætum lent í riðli með Frakklandi og Danmörku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir fóru illa með Austurríki á Hvítasunnudag.
Strákarnir fóru illa með Austurríki á Hvítasunnudag. Mynd/Pjetur
Það kemur í ljós á fimmtudaginn hvaða þrjár þjóðir verða með íslenska handboltalandsliðinu í riðli á EM í Serbíu í janúar en þar getur íslenska liðið lent í mjög erfiðum riðli. Það er þegar ljóst að Ísland verður ekki með Spáni, Tékkum og heimamönnum í Serbíu í riðli því þær þjóðir eru í þriðja styrkleikaflokki eins og við.

Léttasti riðillinn væri líklega með Póllandi, Noregi og Makedóníu en íslenska liðið gæti hinsvegar lent í riðli með Frökkum og Dönum sem hljómar allt annað en spennandi fyrir Strákana okkar.

Fjórar þjóðir vita þegar í hvað riðli þau verða þrátt fyrir að það sé ekki búið að draga. Serbar verða þriðja lið í A-riðli sem er spilaður í Belgrad, Makedónía verður fjórða lið í B-riðli sem er spilaður í Nis, Ungverjaland verður annað lið í C-riðli sem er spilaður í Novi Sad og þá verður Króatía fyrsta lið í D-riðlinum sem fer fram í Vrsac.

Styrkleikaröðunin fyrir EM í handbolta í Serbíu 2012:1. flokkur: Frakkland, Króatía, Pólland og Þýskaland

2. flokkur: Danmörk, Noregur, Ungverjaland og Svíþjóð

3. flokkur: Spánn, Tékklandi, Ísland og Serbía

4. flokkur: Rússland, Slóvenía, Makedónía og Slóvakía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×