Dallas Mavericks NBA-meistarar árið 2011 Stefán Árni Pálsson skrifar 13. júní 2011 09:00 Dallas Mavericks NBA-meistarar árið 2011. Mynd. / AP Dallas Mavericks varð í nótt NBA meistari eftir að hafa unnið Miami Heat, 105-95, í sjötta leik liðanna og því sigraði Dallas 4-2 í úrslitaeinvíginu. Dallas hafði ákveðið frumkvæði allan leikinn þó svo að þeirra aðal stjarna Dirk Nowitzki hafi ekki fundið sig í fyrri hálfleik leiksins en hann hitti aðeins úr 1/12, en ákveðnir leikmenn stigu þá upp og léku eins og sannir meistarar. Jason Terry, leikmaður Dallas, átti magnaðan leik og gerði 27 stig og JJ Barrea átti einnig frábæran leik og gerði 15 stig. Jason Kidd stýrði leik Dallas eins og herforingi og var gríðarlega mikilvægur fyrir liðið í úrslitaeinvíginu. Dirk Nowitzki kom sá og sigraði í fjórða leikhlutanum og steig upp, en Þjóðverjinn endaði leikinn með 21 stig og 11 fráköst. Dallas liðið sýndi frábæra liðsheild í leiknum í gær og einbeitingin skein úr augum allra leikmanna liðsins. Í lok fjórða leikhluta voru það sóknarfráköstin sem reyndust dýrmæt fyrir gestina í Dallas en þeir náðu að éta upp klukkuna með því að hirða fráköst. Lykilmenn Miami Heat náðu sér ekki nægilega vel á strik á meðan flest allir leikmenn Dallas Mavericks skiluðu sínu. Margir leikmenn Dallas liðsins hafa verið lengi í deildinni án þess að vinna titilinn en Jason Kidd var á sínu 17. tímabili, hafði tvisvar áður komist í úrslitaeinvígi en loksins fékk þess snjalli leikstjórnandi hringinn fræga. Dirk Nowitzki og Jason Terry tóku báðir þátt í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat árið 2006 þegar liðið tapaði 4-2, en þeir náðu loks að vinna fyrsta NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins var að sjálfsögðu valinn Dirk Nowitzki sem hefur skráð sig í sögubækurnar sem einn allra besti sóknarmaður allra tíma. NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Dallas Mavericks varð í nótt NBA meistari eftir að hafa unnið Miami Heat, 105-95, í sjötta leik liðanna og því sigraði Dallas 4-2 í úrslitaeinvíginu. Dallas hafði ákveðið frumkvæði allan leikinn þó svo að þeirra aðal stjarna Dirk Nowitzki hafi ekki fundið sig í fyrri hálfleik leiksins en hann hitti aðeins úr 1/12, en ákveðnir leikmenn stigu þá upp og léku eins og sannir meistarar. Jason Terry, leikmaður Dallas, átti magnaðan leik og gerði 27 stig og JJ Barrea átti einnig frábæran leik og gerði 15 stig. Jason Kidd stýrði leik Dallas eins og herforingi og var gríðarlega mikilvægur fyrir liðið í úrslitaeinvíginu. Dirk Nowitzki kom sá og sigraði í fjórða leikhlutanum og steig upp, en Þjóðverjinn endaði leikinn með 21 stig og 11 fráköst. Dallas liðið sýndi frábæra liðsheild í leiknum í gær og einbeitingin skein úr augum allra leikmanna liðsins. Í lok fjórða leikhluta voru það sóknarfráköstin sem reyndust dýrmæt fyrir gestina í Dallas en þeir náðu að éta upp klukkuna með því að hirða fráköst. Lykilmenn Miami Heat náðu sér ekki nægilega vel á strik á meðan flest allir leikmenn Dallas Mavericks skiluðu sínu. Margir leikmenn Dallas liðsins hafa verið lengi í deildinni án þess að vinna titilinn en Jason Kidd var á sínu 17. tímabili, hafði tvisvar áður komist í úrslitaeinvígi en loksins fékk þess snjalli leikstjórnandi hringinn fræga. Dirk Nowitzki og Jason Terry tóku báðir þátt í úrslitaeinvíginu gegn Miami Heat árið 2006 þegar liðið tapaði 4-2, en þeir náðu loks að vinna fyrsta NBA-meistaratitil í sögu félagsins. Verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins var að sjálfsögðu valinn Dirk Nowitzki sem hefur skráð sig í sögubækurnar sem einn allra besti sóknarmaður allra tíma.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins