Rory fékk fimm ára keppnisrétt á PGA mótaröðinni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. júní 2011 14:30 Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. AFP Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Andrew Chandler umboðsmaður McIlroy segir að kylfingurinn muni leika á fleiri mótum á PGA mótaröðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Það verða ekki 15 mót á dagskrá hjá honum, það er of mikið,“ segir Chandler en hann er einnig umboðsmaður Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem eru báðir frá Suður-Afríku. Chandler hefur hitt á naglann hvað varðar viðskiptavini því Oosthuizen sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Schwartzel fékk græna jakkann í fyrsta sinn á ferlinum eftir sigurinn á Augusta vellinum í apríl. Oosthuizen og Schwartzel eru báðir á PGA mótaröðinni en McIlroy lék á 16 mótum á síðasta tímabili í Bandaríkjunum. Hann ákvað að því loknu að skila inn keppnisleyfi sínu og einbeita sér að Evrópumótaröðinni. Englendingurinn Lee Westwood er einnig með Chandler sem umboðsmann og Westwood tók sömu ákvörðun og McIlroy síðasta haust þegar hann skilaði inn keppnisleyfi sínu á PGA mótaröðinni. Westwood er því með Evrópumótaröðina í forgangi. Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Með sigrinum á opna bandaríska meistaramótinu í golfi tryggði Norður-Írinn Rory McIlroy sér keppnisrétt á bandarísku PGA mótaröðinni næstu fimm árin. McIlroy reyndi fyrir sér á bandarísku PGA mótaröðinni í fyrra en ákvað að einbeita sér eingöngu að Evrópumótaröðinni fyrir þetta tímabil – en McIlroy leiddist einfaldlega lífið í Bandaríkjunum á meðan hann var þar. Andrew Chandler umboðsmaður McIlroy segir að kylfingurinn muni leika á fleiri mótum á PGA mótaröðinni en upphaflega var gert ráð fyrir. „Það verða ekki 15 mót á dagskrá hjá honum, það er of mikið,“ segir Chandler en hann er einnig umboðsmaður Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem eru báðir frá Suður-Afríku. Chandler hefur hitt á naglann hvað varðar viðskiptavini því Oosthuizen sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Schwartzel fékk græna jakkann í fyrsta sinn á ferlinum eftir sigurinn á Augusta vellinum í apríl. Oosthuizen og Schwartzel eru báðir á PGA mótaröðinni en McIlroy lék á 16 mótum á síðasta tímabili í Bandaríkjunum. Hann ákvað að því loknu að skila inn keppnisleyfi sínu og einbeita sér að Evrópumótaröðinni. Englendingurinn Lee Westwood er einnig með Chandler sem umboðsmann og Westwood tók sömu ákvörðun og McIlroy síðasta haust þegar hann skilaði inn keppnisleyfi sínu á PGA mótaröðinni. Westwood er því með Evrópumótaröðina í forgangi.
Golf Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira