Webber mun sækja til sigurs og segir karp um reglur leiðinlegt 9. júlí 2011 18:16 Sebastian Vetttel, Mark Webber og Fernando Alonso eftir tímatökuna á Silverstone í dag. AP mynd: Lefteris Pitarakis Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Forráðamenn keppnisliða hafa sumir hverjir verið að karpa sína á milli og við FIA um hvað og hvað má ekki gera varðandi útbúnað í vélarsal, en alþjóðasambandið vildi fyrir helgina loka fyrir að menn noti tölvustýringar vélanna á vissan hátt til að bæta loftflæði um loftdreifi aftan á bílunum. Nú hefur FIA boðist að falla frá breytingum í þessu máli eftir þessa mótshelgi, ef öll keppnislið eru sammála. Aðspurður um hvernig Webber þætti Red Bull hafa höndlað málið um helgina sagði Webber á fréttamannafundi: „Ég tel að liðið hafi gert þetta nokkuð vel. Við Seb(astian) höfum einbeitt okkur að akstrinum, annars verður þetta leiðinlegt. En þetta er ekkert nýtt fyrir liðið", sagði Webber og benti á að liðið hefði áður þurft að kljást við breytingar á bílum sínum á miðju keppnistímabili eins og nú er rauninn. „Vonandi geta allir komist að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er ótrúlega leiðinlegt fyrir áhorfendur. Ég efast um að þeir viti 0.1% um hvað málið snýst. Þetta er jafnvel snúið fyrir okkur, þannig að einbeitum okkur að kappakstrinum." „Málið er að hafa reglurnar einfaldar frá byrjun ársins og fylgja því. Hvað mig sjálfan varðar, þá er ég í toppformi. Ég hef undirbúið mig vel og er tilbúinn að sækja til sigurs", sagði Webber um mótið á morgun. Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Forráðamenn keppnisliða hafa sumir hverjir verið að karpa sína á milli og við FIA um hvað og hvað má ekki gera varðandi útbúnað í vélarsal, en alþjóðasambandið vildi fyrir helgina loka fyrir að menn noti tölvustýringar vélanna á vissan hátt til að bæta loftflæði um loftdreifi aftan á bílunum. Nú hefur FIA boðist að falla frá breytingum í þessu máli eftir þessa mótshelgi, ef öll keppnislið eru sammála. Aðspurður um hvernig Webber þætti Red Bull hafa höndlað málið um helgina sagði Webber á fréttamannafundi: „Ég tel að liðið hafi gert þetta nokkuð vel. Við Seb(astian) höfum einbeitt okkur að akstrinum, annars verður þetta leiðinlegt. En þetta er ekkert nýtt fyrir liðið", sagði Webber og benti á að liðið hefði áður þurft að kljást við breytingar á bílum sínum á miðju keppnistímabili eins og nú er rauninn. „Vonandi geta allir komist að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta er ótrúlega leiðinlegt fyrir áhorfendur. Ég efast um að þeir viti 0.1% um hvað málið snýst. Þetta er jafnvel snúið fyrir okkur, þannig að einbeitum okkur að kappakstrinum." „Málið er að hafa reglurnar einfaldar frá byrjun ársins og fylgja því. Hvað mig sjálfan varðar, þá er ég í toppformi. Ég hef undirbúið mig vel og er tilbúinn að sækja til sigurs", sagði Webber um mótið á morgun.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira