Björn á slæmar minningar frá Sandwich Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2011 16:00 Thomas Björn spilaði frábærlega í dag. Nordic Photos/AFP Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár. Á lokahringnum fyrir átta árum fékk Björn skolla á 15. holu. Þrátt fyrir það hafði hann tveggja högga forskot þegar þrjár holur voru eftir og kominn með aðra höndina á Silfurbikarinn. Á 16. holunni fór hins vegar allt úrskeiðis. Upphafshöggið rataði í sandgryfju og það tók hann tíma að komast upp úr henni. Í tveimur fyrstu skotum hans rann kúlan aftur ofan í gryfjuna. Hann spilaði holuna á fimm höggum yfir pari og gaf frá sér sigurinn á mótinu. „Þessi hola skuldar engum neitt frekar en aðrar holur eða aðrir vellir. Ég spilaði frábærlega alla vikuna en klúðraði þessu á 16. holu. Það gerist í golfi,“ sagði Björn við breska fjölmiðla. Á hring dagsins sendi Björn upphafshöggið aftur í sandgryfjuna sem varð til þess að enn fleiri rifjuðu upp baráttu Danans við sandinn fyrir átta árum. Í þetta skiptið var nægur kraftur í högginu, boltinn skoppaði vel og hann púttaði fyrir fugli. Upphaflega átti Björn ekki að vera meðal þátttakenda á mótinu en hann datt inn í kjölfar meiðsla Vijay Singh. Árið hefur verið erfitt hjá Dananum en faðir hans lést fyrr á árinu. „Ég held að hann hefði verið mjög stoltur af spilamennsku minni í dag,“ sagði Björn. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár. Á lokahringnum fyrir átta árum fékk Björn skolla á 15. holu. Þrátt fyrir það hafði hann tveggja högga forskot þegar þrjár holur voru eftir og kominn með aðra höndina á Silfurbikarinn. Á 16. holunni fór hins vegar allt úrskeiðis. Upphafshöggið rataði í sandgryfju og það tók hann tíma að komast upp úr henni. Í tveimur fyrstu skotum hans rann kúlan aftur ofan í gryfjuna. Hann spilaði holuna á fimm höggum yfir pari og gaf frá sér sigurinn á mótinu. „Þessi hola skuldar engum neitt frekar en aðrar holur eða aðrir vellir. Ég spilaði frábærlega alla vikuna en klúðraði þessu á 16. holu. Það gerist í golfi,“ sagði Björn við breska fjölmiðla. Á hring dagsins sendi Björn upphafshöggið aftur í sandgryfjuna sem varð til þess að enn fleiri rifjuðu upp baráttu Danans við sandinn fyrir átta árum. Í þetta skiptið var nægur kraftur í högginu, boltinn skoppaði vel og hann púttaði fyrir fugli. Upphaflega átti Björn ekki að vera meðal þátttakenda á mótinu en hann datt inn í kjölfar meiðsla Vijay Singh. Árið hefur verið erfitt hjá Dananum en faðir hans lést fyrr á árinu. „Ég held að hann hefði verið mjög stoltur af spilamennsku minni í dag,“ sagði Björn.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira