Handbolti

HK hlaut gullverðlaun á Partille Cup í Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
HK-ingar með verðlaun sín
HK-ingar með verðlaun sín Mynd/Partille Cup
HK-drengir fæddir árið 1998 hlutu gullverðlaun á Partille Cup handknattleiksmótinu sem lauk í Gautaborg um síðustu helgi. HK vann stórsigur á IFK Kristianstad í úrslitaleik 19-9. Mótið er það fjölmennasta sinnar tegundar í heiminum.

Fjallað er um glæsilegan árangur HK-drengjanna á heimasíðu félagsins www.hk.is. Þar segir að HK-ingar hafi sigrað í sínum riðli með miklum yfirburðum. Markatalan 78 mörk í plús eftir sex leiki. Þeir fóru nokkuð létt í gegnum 32-liða úrslitin en meiri spenna var í leikjunum sem á eftir fóru.

Í 16-liða úrslitum mættu HK-ingar Skive frá Danmörku og lauk leiknum með jafntefli en HK-ingar tryggðu sér sigur með gullmarki Kristjáns Hjálmssonar úr vítakasti. Hið sama var uppi á teningnum gegn H43 frá Svíþjóð í 8-liða úrslitum þegar Kristleifur Þórðarson skoraði gullmark af línunni.

Í undanúrslitum mættu HK-strákarnir Sävehof einu stærsta handknattleiksfélagi Svía. HK vann 12-10 sigur í baráttuleik og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum gegn IFK Kristanstad.

Í úrslitaleiknum voru HK-ingar mun sterkari. Þeir komust í 4-0 og síðan í 7-1. Forskotið létu strákarnir aldrei af hendi og unnu stórsigur, 19-9.

Leikmenn og þjálfarar á myndinni.

Frá vinstri: Ólafur Finnbogason (þjálfari), Birkir Valur Jónson (markmaður), Kristófer Dagur Sigurðsson, Kristján Hjálmsson, Kristleifur Þórðarson, Stefán Jónsson, Markús Björnsson, Fannar Gissurarson, Gísli Martin Sigurðsson, Jón Dagur Þorsteinssson, Garðar Svansson (aðstoðarþjálfari)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×