Button óheppinn á heimavelli 11. júlí 2011 11:57 Jenson Button varð að stöðva bíl sinn eftir misheppnað þjónustuhlé hjá McLaren. AP mynd: Nigel Roddis Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. „Fyrir síðasta þjónustuhléið það var hraðinn til staðar og ég hafði náð Lewis (Hamilton), Sebastian (Vettel) og Mark (Webber). Þegar þeir fóru í þjónustuhlé, þá ók ég áfram einn hring og ég tel að ég hefði komið út við hlið, eða jafnvel á undan Mark eftir hléið mitt. En framhjólið var laust og ég varð að stöðva bílinn", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið í gær. Starfsmaður McLaren sem átti að festa rónna á hægra framhjólið undir bíl Buttons missti hana og sneri sér til að ná í aðra loftbyssu til að festa hjólið, sem er regla hjá McLaren ef svona atvik koma upp, samkvæmt frétt á autosport.com. Sú hreyfing varð til þess að sá starfsmaður sem sér um að lækka bílinn af tjakknum sem notaður er að framan, taldi allt klárt og því fór sem fór. Button var sendur af stað og sagðist Button vona að svipað atvik kæmi ekki fyrir aftur. „Þetta er svekkjandi, sérstaklega fyrir framan heimamenn, af því ég naut mótsins. Ég hafði góðan hraða og hafði gaman af því að komast framúr Felipe í innaverðri Vale beygjunni. Við færðum áhorfendum eitthvað að kætast yfir og það var synd að við gátum ekki náði í fleiri stig í meistaramótinu. Ég tel að það hefði verið möguleiki á verðlaunasæti", sagði Button. Button hefur aldrei komist á verðlaunapall í breska kappakstrinum, en hann hefur keppt í mótinu tólf sinnum á ferlinum. Formúla Íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Jenson Button hjá McLaren var frekar óheppinn í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Hann féll úr leik eftir að þjónustuliðinu hans mistókst að festa ró sem festir hægra framdekkið við framhjólabúnað bílsins í þjónustuhléi. Button ók af stað, en varð að stöðva þar sem dekkið var við það að detta undan. „Fyrir síðasta þjónustuhléið það var hraðinn til staðar og ég hafði náð Lewis (Hamilton), Sebastian (Vettel) og Mark (Webber). Þegar þeir fóru í þjónustuhlé, þá ók ég áfram einn hring og ég tel að ég hefði komið út við hlið, eða jafnvel á undan Mark eftir hléið mitt. En framhjólið var laust og ég varð að stöðva bílinn", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið í gær. Starfsmaður McLaren sem átti að festa rónna á hægra framhjólið undir bíl Buttons missti hana og sneri sér til að ná í aðra loftbyssu til að festa hjólið, sem er regla hjá McLaren ef svona atvik koma upp, samkvæmt frétt á autosport.com. Sú hreyfing varð til þess að sá starfsmaður sem sér um að lækka bílinn af tjakknum sem notaður er að framan, taldi allt klárt og því fór sem fór. Button var sendur af stað og sagðist Button vona að svipað atvik kæmi ekki fyrir aftur. „Þetta er svekkjandi, sérstaklega fyrir framan heimamenn, af því ég naut mótsins. Ég hafði góðan hraða og hafði gaman af því að komast framúr Felipe í innaverðri Vale beygjunni. Við færðum áhorfendum eitthvað að kætast yfir og það var synd að við gátum ekki náði í fleiri stig í meistaramótinu. Ég tel að það hefði verið möguleiki á verðlaunasæti", sagði Button. Button hefur aldrei komist á verðlaunapall í breska kappakstrinum, en hann hefur keppt í mótinu tólf sinnum á ferlinum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira