Donald tryggði sér 100 milljónir kr. með öruggum sigri í Skotlandi 10. júlí 2011 23:30 Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Nordic Photos/Getty Images Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök. Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni í febrúar og í maí sigraði hann á BMW-meistaramótinu á hinum sögufræga Wentworth golfvelli. Hinn 33 ára gamli Donald var fjórum höggum betri en Svíinn Fredrik Andersson Hed sem lék besta hring mótsins í dag en hann lék á 62 höggum eða – 10. Andersson Hed rétt náði að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hann náði því að bæta stöðu sína gríðarlega með frábærum lokahring. Donald hefur aldrei leikið á betra skori á Evrópumótaröðinni en hann lék í skoskum „tartan" buxum en það gerði hann til þess að heiðra föður sinn sem er fæddur í Skotlandi Eins og áður segir hefst opna breska meistaramótið á fimmtudaginn á Sandwich vellinum en Donald hefur aldrei sigrað á stórmóti. Keppnishaldið fór úr skorðum í Skotlandi þar sem að gríðarleg úrkoma var á öðrum keppnisdegi mótsins. Mótsstjórnin tók ákvörðun um að stytta mótið í 54 holur. Fyrir sigurinn fékk Donald um 100 milljónir kr. Donald náði að auka forskot sitt í efsta sæti heimslistans þar sem að landi hans Lee Westwood endaði í 14. sæti en hann er annar á heimslistanum. Scott Jamieson, nýliði á mótaröðinni, náði að tryggja sér keppnisrétt á opna breska meistaramótiun með því að ná þriðja sætinu á þessu móti. Hann setti niður pútt á lokaholunni fyrir fugli sem tryggði honum farseðil á opna breska. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök. Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni í febrúar og í maí sigraði hann á BMW-meistaramótinu á hinum sögufræga Wentworth golfvelli. Hinn 33 ára gamli Donald var fjórum höggum betri en Svíinn Fredrik Andersson Hed sem lék besta hring mótsins í dag en hann lék á 62 höggum eða – 10. Andersson Hed rétt náði að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hann náði því að bæta stöðu sína gríðarlega með frábærum lokahring. Donald hefur aldrei leikið á betra skori á Evrópumótaröðinni en hann lék í skoskum „tartan" buxum en það gerði hann til þess að heiðra föður sinn sem er fæddur í Skotlandi Eins og áður segir hefst opna breska meistaramótið á fimmtudaginn á Sandwich vellinum en Donald hefur aldrei sigrað á stórmóti. Keppnishaldið fór úr skorðum í Skotlandi þar sem að gríðarleg úrkoma var á öðrum keppnisdegi mótsins. Mótsstjórnin tók ákvörðun um að stytta mótið í 54 holur. Fyrir sigurinn fékk Donald um 100 milljónir kr. Donald náði að auka forskot sitt í efsta sæti heimslistans þar sem að landi hans Lee Westwood endaði í 14. sæti en hann er annar á heimslistanum. Scott Jamieson, nýliði á mótaröðinni, náði að tryggja sér keppnisrétt á opna breska meistaramótiun með því að ná þriðja sætinu á þessu móti. Hann setti niður pútt á lokaholunni fyrir fugli sem tryggði honum farseðil á opna breska.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira