Donald tryggði sér 100 milljónir kr. með öruggum sigri í Skotlandi 10. júlí 2011 23:30 Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Nordic Photos/Getty Images Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök. Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni í febrúar og í maí sigraði hann á BMW-meistaramótinu á hinum sögufræga Wentworth golfvelli. Hinn 33 ára gamli Donald var fjórum höggum betri en Svíinn Fredrik Andersson Hed sem lék besta hring mótsins í dag en hann lék á 62 höggum eða – 10. Andersson Hed rétt náði að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hann náði því að bæta stöðu sína gríðarlega með frábærum lokahring. Donald hefur aldrei leikið á betra skori á Evrópumótaröðinni en hann lék í skoskum „tartan" buxum en það gerði hann til þess að heiðra föður sinn sem er fæddur í Skotlandi Eins og áður segir hefst opna breska meistaramótið á fimmtudaginn á Sandwich vellinum en Donald hefur aldrei sigrað á stórmóti. Keppnishaldið fór úr skorðum í Skotlandi þar sem að gríðarleg úrkoma var á öðrum keppnisdegi mótsins. Mótsstjórnin tók ákvörðun um að stytta mótið í 54 holur. Fyrir sigurinn fékk Donald um 100 milljónir kr. Donald náði að auka forskot sitt í efsta sæti heimslistans þar sem að landi hans Lee Westwood endaði í 14. sæti en hann er annar á heimslistanum. Scott Jamieson, nýliði á mótaröðinni, náði að tryggja sér keppnisrétt á opna breska meistaramótiun með því að ná þriðja sætinu á þessu móti. Hann setti niður pútt á lokaholunni fyrir fugli sem tryggði honum farseðil á opna breska. Golf Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Luke Donald sigraði með nokkrum yfirburðum á opna skoska meistaramótinu í golfi á Evrópumótaröðinni sem lauk í dag. Enski kylfingurinn hefur nú sigrað á þremur atvinnumótum á þessu ári en hann er í efsta sæti heimslistans og til alls líklegur á opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn. Donald lék samtals á -19 en hann lék lokahringinn á 63 höggum, eða -9, og gerði engin mistök. Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni í febrúar og í maí sigraði hann á BMW-meistaramótinu á hinum sögufræga Wentworth golfvelli. Hinn 33 ára gamli Donald var fjórum höggum betri en Svíinn Fredrik Andersson Hed sem lék besta hring mótsins í dag en hann lék á 62 höggum eða – 10. Andersson Hed rétt náði að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi og hann náði því að bæta stöðu sína gríðarlega með frábærum lokahring. Donald hefur aldrei leikið á betra skori á Evrópumótaröðinni en hann lék í skoskum „tartan" buxum en það gerði hann til þess að heiðra föður sinn sem er fæddur í Skotlandi Eins og áður segir hefst opna breska meistaramótið á fimmtudaginn á Sandwich vellinum en Donald hefur aldrei sigrað á stórmóti. Keppnishaldið fór úr skorðum í Skotlandi þar sem að gríðarleg úrkoma var á öðrum keppnisdegi mótsins. Mótsstjórnin tók ákvörðun um að stytta mótið í 54 holur. Fyrir sigurinn fékk Donald um 100 milljónir kr. Donald náði að auka forskot sitt í efsta sæti heimslistans þar sem að landi hans Lee Westwood endaði í 14. sæti en hann er annar á heimslistanum. Scott Jamieson, nýliði á mótaröðinni, náði að tryggja sér keppnisrétt á opna breska meistaramótiun með því að ná þriðja sætinu á þessu móti. Hann setti niður pútt á lokaholunni fyrir fugli sem tryggði honum farseðil á opna breska.
Golf Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira