Tíu ára einhentur golfstrákur sýnir snilldartakta - myndband 27. júlí 2011 14:45 Tíu ára gamall enskur strákur, Leo Millar, hefur vakið athygli í heimalandinu og víðar fyrir golfleik. Þegar Millar fæddist kom í ljós að á hann vantaði alla fingur á hægri hendina en hann lætur það ekki aftra sér frá því að slá golfbolta og stunda aðrar íþróttir. Með hjálp stoðtækjasmiða hefur Millar fengið sérstakt "grip“ á hægri hendina og eftir að hafa stundað æfingar í aðeins sjö vikur er Millar farinn að slá golfboltann hátt í 200 metra. Sérsmíðaður hanski er festur á hægri hendina á Millar og með þeim útbúnaði getur hann sveiflað kylfunni með báðum höndum. Útbúnaðurinn hefur verið samþykktur af alþjóðagolfsambandinu R&A og er Millar gjaldgengur í allar keppnir ef því er að skipta. Í viðtali við Daily Mail segir Ian Milalr að sonur hans hafi ávallt reynt að gera sitt besta í hvaða íþrótt sem er. „Leo virðist hafa mikla íþróttahæfileika og hann reynir ávallt að gera sitt besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann sló sitt fyrsta golfhögg fyrir um tveimur mánuðum og þetta virðist vera meðfætt hjá honum. Ég fór með hann á æfingasvæðið í golfklúbbnum mínum þar sem hann sló bara með annarri hendinni. Þegar golfkennarinn á svæðinu sá hann og komst að því að hann hafði aðeins prófað þetta í tvo daga bauðst hann til þess að kenna honum frítt. Mér skilst að golfsveiflan hjá drengnum sé eins og úr kennslubók," segir Ian. Strákurinn hefur sett sér stór markmið og vonast hann til þess að verða atvinnumaður í golfíþróttinni. Rory McIlroy er fyrirmyndin hjá Leo. Golf Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira
Tíu ára gamall enskur strákur, Leo Millar, hefur vakið athygli í heimalandinu og víðar fyrir golfleik. Þegar Millar fæddist kom í ljós að á hann vantaði alla fingur á hægri hendina en hann lætur það ekki aftra sér frá því að slá golfbolta og stunda aðrar íþróttir. Með hjálp stoðtækjasmiða hefur Millar fengið sérstakt "grip“ á hægri hendina og eftir að hafa stundað æfingar í aðeins sjö vikur er Millar farinn að slá golfboltann hátt í 200 metra. Sérsmíðaður hanski er festur á hægri hendina á Millar og með þeim útbúnaði getur hann sveiflað kylfunni með báðum höndum. Útbúnaðurinn hefur verið samþykktur af alþjóðagolfsambandinu R&A og er Millar gjaldgengur í allar keppnir ef því er að skipta. Í viðtali við Daily Mail segir Ian Milalr að sonur hans hafi ávallt reynt að gera sitt besta í hvaða íþrótt sem er. „Leo virðist hafa mikla íþróttahæfileika og hann reynir ávallt að gera sitt besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann sló sitt fyrsta golfhögg fyrir um tveimur mánuðum og þetta virðist vera meðfætt hjá honum. Ég fór með hann á æfingasvæðið í golfklúbbnum mínum þar sem hann sló bara með annarri hendinni. Þegar golfkennarinn á svæðinu sá hann og komst að því að hann hafði aðeins prófað þetta í tvo daga bauðst hann til þess að kenna honum frítt. Mér skilst að golfsveiflan hjá drengnum sé eins og úr kennslubók," segir Ian. Strákurinn hefur sett sér stór markmið og vonast hann til þess að verða atvinnumaður í golfíþróttinni. Rory McIlroy er fyrirmyndin hjá Leo.
Golf Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Sjá meira