Steve Williams allt annað en sáttur við Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. júlí 2011 11:00 Steve Williams og Tiger Woods náðu vel saman á þeim 12 árum sem Williams var aðstoðarmaður bandaríska kylfingsins. AFP Steve Williams, sem nýverið var sagt upp störfum sem kylfuberi hjá Tiger Woods, segir að virðing hans á bandaríska kylfingnum hafi ekki verið upp á marga fiska eftir að upp komst um framhjáhald Woods í lok árins 2009. Willams var kylfuberi eða aðstoðarmaður Woods í alls 12 ár og á þeim tíma vann Woods 13 stórmót en alls hefur Woods unnið 14 stórmót. „Ég held að allir skilji að ég var í erfiðri stöðu. Ég sagði við Woods fyrir Mastersmótið á Augusta á þessu ári að þyrfti að vinna til baka traust mitt og virðingu,“ sagði Williams en hann hefur verið tekjuhæsti „íþróttamaður“ Nýja-Sjálands undanfarin ár og þénað vel á samstarfi sínu við Woods. Hinn 47 ára gamli Williams var í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu og þar kom m.a. fram að það hafi verið erfið ákvörðun að halda tryggð við Woods eftir að upp komst um framhjáhald kylfingsins. „Ég valdi það að styðja við bakið á Woods , og þetta var erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna. Ég lá undir grun um að hafa hylmt yfir með Woods í þessu öllu saman og mér fannst að nafn mitt hefði átt að vera hreinsað af öllum slíkum ásökunum frá upphafi. Það var ekki gert og staðan er því mun erfiðari fyrir vikið. Það má segja að ég hafi fórnað tveimur árum af mínu lífi,“ sagði Williams og er hann allt annað en ánægður með fyrrum vinnuveitenda. Williams verður hinsvegar ekki lengi atvinnulaus en han nhefur unnið fyrir Ástralann Adam Scott að undanförnu - en eflaust eru fleiri stór nöfn í golfheiminum sem hafa áhuga á að fá hann til starfa. Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Steve Williams, sem nýverið var sagt upp störfum sem kylfuberi hjá Tiger Woods, segir að virðing hans á bandaríska kylfingnum hafi ekki verið upp á marga fiska eftir að upp komst um framhjáhald Woods í lok árins 2009. Willams var kylfuberi eða aðstoðarmaður Woods í alls 12 ár og á þeim tíma vann Woods 13 stórmót en alls hefur Woods unnið 14 stórmót. „Ég held að allir skilji að ég var í erfiðri stöðu. Ég sagði við Woods fyrir Mastersmótið á Augusta á þessu ári að þyrfti að vinna til baka traust mitt og virðingu,“ sagði Williams en hann hefur verið tekjuhæsti „íþróttamaður“ Nýja-Sjálands undanfarin ár og þénað vel á samstarfi sínu við Woods. Hinn 47 ára gamli Williams var í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu og þar kom m.a. fram að það hafi verið erfið ákvörðun að halda tryggð við Woods eftir að upp komst um framhjáhald kylfingsins. „Ég valdi það að styðja við bakið á Woods , og þetta var erfiður tími fyrir mig og fjölskylduna. Ég lá undir grun um að hafa hylmt yfir með Woods í þessu öllu saman og mér fannst að nafn mitt hefði átt að vera hreinsað af öllum slíkum ásökunum frá upphafi. Það var ekki gert og staðan er því mun erfiðari fyrir vikið. Það má segja að ég hafi fórnað tveimur árum af mínu lífi,“ sagði Williams og er hann allt annað en ánægður með fyrrum vinnuveitenda. Williams verður hinsvegar ekki lengi atvinnulaus en han nhefur unnið fyrir Ástralann Adam Scott að undanförnu - en eflaust eru fleiri stór nöfn í golfheiminum sem hafa áhuga á að fá hann til starfa.
Golf Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira