Hamilton vill halda slagkraftinum eftir sigur 26. júlí 2011 17:43 Lewis Hamilton fagnar sigri í Þýskalandi á sunnudaginn. AP mynd: Jens Meyers Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton getur vart beðið eftir því að keppa í Ungverjalandi um næstu helgi, eftir frækinn sigur í Þýskalandi á sunnudaginn í spennandi keppni á milli hans, Fernando Alonso og Mark Webber. „Eftir sigurinn á Nurburgring á sunnudag, þá get ég ekki beðið eftir ungverska kappakstrinum. Liðið vann frábærlega um síðustu helgi og ég vil halda slagkraftinum á Hungaroring", sagði Hamilton í fréttaskeyti frá McLaren. Hamilton er kominn í þriðja sætið í stigakeppni ökumanna, en Sebastian Vettel leiðir mótið sem fyrr og Mark Webber er í öðru sæti. „Þetta viðfangsefni verður að öðrum toga. Það verður heitara í veðri og eðli brautarinnar er annað. Hungaroring brautin er hlykkjótt og þröng, ekki ólík Mónakó og það er ekkert hægt að slaka á. Við erum alltaf á fullu á bakvið stýrið og það tekur á." „Mér hefur alltaf gengið vel í Ungverjalandi. Mér líkar við mig á brautinni af því hún er af gamla skólanum og er söguleg. Mikið um hóla og hæðir og hefur mikinn karakter." „Það var lítill munur á McLaren, Ferrari og Red Bull í Þýskalandi og það verður stórfenglegt að sjá hvaða lið verður í forysthlutverki um næstu helgi", sagði Hamilton. Brautarlýsing er á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira