Ferrari í sóknarhug í næstu mótum 26. júlí 2011 17:09 Fernando Alonso á ferð á Ferrari. AP mynd: Petr David Josek Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins þarf að finna leið til að Fernando Alonso geti sótt á stigaforskot Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna. Alonso hefur í þremur síðustu mótum náði í annað sætið í tvígang og unnið eitt mót. Alonso er 86 stigum á eftri Vettel, þegar 9 mótum er ólikið á keppnistímabilinu. „Það er ljóst að við verðum að sækja í hverju móti. Því fleiri ökumenn sem verða í baráttunni á toppnum, þess auðveldara verður að minnka muninn. Eins og er þá er bilið mikið", sagði Domenicali í frétt á autosport.com í dag. Alonso varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í þýska kappakstrinum á sunnudaginn á Nürburgring, en hann vann mótið á undan á Silverstone brautinni í Bretlandi. Domenicali var ánægður með að Ferrari bíllinn virkaði ágætlega þó kalt væri í veðri í Þýskalandi, en vandamál hefur verið að koma hita í dekkin hjá Ferrari í mörgum mótum. „Ég er ánægður að í tveimur síðustu mótum hefur Fernando náð í flest stig allra og það þýðir að við erum á réttum stað. Seinni hluti mótsins verður áhugaverður fyrir okkur. Ég tel að Red Bull sé sterkasta liðið, en McLaren sýndi styrk sinn og ég vanmet ekki keppinautanna." Ferrari keppir í Ungverjalandi í um næstu helgi og mun halda áfram að þróa bílinn í næstu mótum til að keppa við McLaren og Red Bull í stigaslag ökumanna og bílasmiða. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins þarf að finna leið til að Fernando Alonso geti sótt á stigaforskot Sebastian Vettel í stigakeppni ökumanna. Alonso hefur í þremur síðustu mótum náði í annað sætið í tvígang og unnið eitt mót. Alonso er 86 stigum á eftri Vettel, þegar 9 mótum er ólikið á keppnistímabilinu. „Það er ljóst að við verðum að sækja í hverju móti. Því fleiri ökumenn sem verða í baráttunni á toppnum, þess auðveldara verður að minnka muninn. Eins og er þá er bilið mikið", sagði Domenicali í frétt á autosport.com í dag. Alonso varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í þýska kappakstrinum á sunnudaginn á Nürburgring, en hann vann mótið á undan á Silverstone brautinni í Bretlandi. Domenicali var ánægður með að Ferrari bíllinn virkaði ágætlega þó kalt væri í veðri í Þýskalandi, en vandamál hefur verið að koma hita í dekkin hjá Ferrari í mörgum mótum. „Ég er ánægður að í tveimur síðustu mótum hefur Fernando náð í flest stig allra og það þýðir að við erum á réttum stað. Seinni hluti mótsins verður áhugaverður fyrir okkur. Ég tel að Red Bull sé sterkasta liðið, en McLaren sýndi styrk sinn og ég vanmet ekki keppinautanna." Ferrari keppir í Ungverjalandi í um næstu helgi og mun halda áfram að þróa bílinn í næstu mótum til að keppa við McLaren og Red Bull í stigaslag ökumanna og bílasmiða.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira