Páll Magnússon biður golfáhugamenn afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2011 11:30 Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri svaraði því hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar. Í máli útvarpsstjóra kom meðal annars fram að um tvo vonda kosti hefði verið að velja. Að rjúfa útsendinguna frá golfmótinu eða að fresta fréttum. Í ljósi aðstæðna úti í heimi (harmleiksins í Noregi) hafi verið tekin sú ákvörðun að flytja fréttir á fyrirhuguðum tíma. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hægt að flytja útsendinguna yfir á Rúv+ sagði útvarpsstjóri talsverða tæknilega örðugleika við að nota Plúsinn. Kalla þurfi bæði símafyrirtækin til og aðdraganda þurfi að því. Það taki líklega heilan dag og hefði þurft að vera búið að ákveða á laugardeginum. Útvarpsstjóri sagði þó að gagnrýna mætti Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki haft þá viðbragðsflýti að flytja útsendinguna yfir á netið. Þau myndu læra af þeirri reynslu. Stjórnandi þáttarins, Heimir Karlsson, sagðist hafa tekið eftir því að áhorfendur hefðu ekki verið beðnir velvirðingar á því að útsendingin yrði rofin. Slíkt væri algengt þegar fréttir væru færðar til vegna viðburða í beinni útsendingu. Útvarpsstjóri sagði að hefði svo verið væri það klaufalegt. „Það er betra seint en aldrei að biðjast velvirðingar á því nú," sagði Páll við góðar undirtektir þáttastjórnenda. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Páll Magnússon útvarpsstjóri og Haukur Örn Birgisson varaforseti Golfsambands Íslands voru í spjalli hjá Heimi og Kollu Í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Útvarpsstjóri svaraði því hvers vegna útsending frá Íslandsmótinu í höggleik hefði verið rofin á sunnudag og bað golfáhugamenn afsökunar. Í máli útvarpsstjóra kom meðal annars fram að um tvo vonda kosti hefði verið að velja. Að rjúfa útsendinguna frá golfmótinu eða að fresta fréttum. Í ljósi aðstæðna úti í heimi (harmleiksins í Noregi) hafi verið tekin sú ákvörðun að flytja fréttir á fyrirhuguðum tíma. Aðspurður um hvort ekki hefði verið hægt að flytja útsendinguna yfir á Rúv+ sagði útvarpsstjóri talsverða tæknilega örðugleika við að nota Plúsinn. Kalla þurfi bæði símafyrirtækin til og aðdraganda þurfi að því. Það taki líklega heilan dag og hefði þurft að vera búið að ákveða á laugardeginum. Útvarpsstjóri sagði þó að gagnrýna mætti Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki haft þá viðbragðsflýti að flytja útsendinguna yfir á netið. Þau myndu læra af þeirri reynslu. Stjórnandi þáttarins, Heimir Karlsson, sagðist hafa tekið eftir því að áhorfendur hefðu ekki verið beðnir velvirðingar á því að útsendingin yrði rofin. Slíkt væri algengt þegar fréttir væru færðar til vegna viðburða í beinni útsendingu. Útvarpsstjóri sagði að hefði svo verið væri það klaufalegt. „Það er betra seint en aldrei að biðjast velvirðingar á því nú," sagði Páll við góðar undirtektir þáttastjórnenda. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira