Andri Berg til FH - miklar breytingar hjá Íslandsmeisturunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2011 14:15 Andri Berg svífur í gegnum vörnina í bláklæddum búningi Framara. Mynd/Anton Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku. Andri Berg, sem skrifaði undir þriggja ára samning, hefur leikið með Fram undanfarin ár. Hann þekkir þó vel til í Hafnarfirði en hann lék með FH á árum áður. Hann spilaði mestmegnis í stöðu vinstri skyttu á síðustu leiktíð en þykir ennfremur fastur fyrir í vörninni. Andri Berg er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH á skömmum tíma. Hægri skyttan Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1-deildarinnar í fyrra, kom til liðsins frá Selfossi og Hjalti Þór Pálmason er kominn úr Gróttu. Þá er Daníel Hansson kominn úr Stjörnunni en hann spila í hægra horninu. Einar Andri Einarsson þjálfari Íslandsmeistaranna segist mjög ánægður með hópinn í augnablikinu. Hann reiknar með litlum breytingum á hópnum úr þessu. Óvíst sé þó hvenær Logi Geirsson verði klár í slaginn á nýjan leik eftir vélhjólaslysið sem hann lenti í á dögunum. „Hann var búinn að æfa frábærlega í sumar og kominn í líkamlegt stand eins og var þegar hann var upp á sitt besta. Búinn að leggja sig fram við að laga öxlina. Þetta er leiðinlegt bakslag fyrir hann,“ sagði Einar Andri. FH-ingar hafa misst máttarstólpa úr Íslandsmeistaraliði sínu undanfarnar vikur. Ásbjörn Friðriksson, Ólafur Guðmundsson og Sigurgeir Árni Ægisson eru farnir í atvinnumennsku. Þá er hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson farinn í Gróttu og markvörðurinn Sigurður Ólafsson í Val. Olís-deild karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku. Andri Berg, sem skrifaði undir þriggja ára samning, hefur leikið með Fram undanfarin ár. Hann þekkir þó vel til í Hafnarfirði en hann lék með FH á árum áður. Hann spilaði mestmegnis í stöðu vinstri skyttu á síðustu leiktíð en þykir ennfremur fastur fyrir í vörninni. Andri Berg er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH á skömmum tíma. Hægri skyttan Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1-deildarinnar í fyrra, kom til liðsins frá Selfossi og Hjalti Þór Pálmason er kominn úr Gróttu. Þá er Daníel Hansson kominn úr Stjörnunni en hann spila í hægra horninu. Einar Andri Einarsson þjálfari Íslandsmeistaranna segist mjög ánægður með hópinn í augnablikinu. Hann reiknar með litlum breytingum á hópnum úr þessu. Óvíst sé þó hvenær Logi Geirsson verði klár í slaginn á nýjan leik eftir vélhjólaslysið sem hann lenti í á dögunum. „Hann var búinn að æfa frábærlega í sumar og kominn í líkamlegt stand eins og var þegar hann var upp á sitt besta. Búinn að leggja sig fram við að laga öxlina. Þetta er leiðinlegt bakslag fyrir hann,“ sagði Einar Andri. FH-ingar hafa misst máttarstólpa úr Íslandsmeistaraliði sínu undanfarnar vikur. Ásbjörn Friðriksson, Ólafur Guðmundsson og Sigurgeir Árni Ægisson eru farnir í atvinnumennsku. Þá er hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson farinn í Gróttu og markvörðurinn Sigurður Ólafsson í Val.
Olís-deild karla Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira