Golf

Allt gengur á afturfótunum hjá Tinnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tinna fór á kostum í gær en hefur gengið afleitlega í dag.
Tinna fór á kostum í gær en hefur gengið afleitlega í dag. Mynd/Stefán Garðarsson GSÍ
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sem setti vallarmet á fyrsta hring Íslandsmótsins í höggleik í gær hefur farið skelfilega af stað á öðrum degi mótsins. Eftir níu holur er Tinna á sjö höggum yfir pari og fjórum höggum yfir pari samanlagt.

Tinna spilaði hringinn í gær á þremur höggum undir pari og bætti vallarmetið um eitt hög. Á fyrstu níu holum dagsins í dag hefur Tinna fengið þrjú pör, fimm skolla og einn tvöfaldan skolla. Hún er í 6. sætti ásamt gömlu kempunni Þórdísi Geirsdóttur.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur spilað kvenna best í Leirunni í dag. Ólafía er á tveimur höggum undir pari eftir níu holur. Hún spilaði á pari vallarins í gær og hefur eins höggs forystu á Eygló Myrru Óskarsdóttur úr Oddi sem er á einu höggi undir pari samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×